Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Eldgos hefst á ný við Grindavík

Öfl­ug skjálfta­hrina benti til þess að tíð­inda væri að vænta. Það leið ekki nema rétt rúm­ur hálf­tími þar til eld­ur braust úr jörðu.

Eldgos hefst á ný við Grindavík
Eldgos Mynd frá síðasta gosi. Mynd: Almannavarnir

Eldgos er hafið á ný á Sundhnúksgígaröðinni, á svipuðum slóðum og áður, austan við Sýlingarfell.

Eldgosið sést vel frá Seltjarnarnesi og víðar. Hægt er að fylgjast með lifandi útsendingu hér: 

Sundhnúkar - Live from Iceland - Webcams around Iceland

Fyrr í kvöld var neyðarstigi lýst vegna skjálftahrinu sem hafði staðið í um fjörtíu mínútur þegar gosið eldur braust úr jörðu. Öflugir skjálftar, breytingar í aflögun og þrýstingsbreytingar á borholum HS Orku bentu til þess að tíðinda væri að vænta.

Verið var að vinna að varnargörðum þegar rýming hófst. Búið er að rýma bæði vinnusvæðið, verið er að rýma Grindavík og Bláa lónið og búið er að loka svæðinu fyrir forvitnum vegfarendum. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið til þess að kanna aðstæður.  

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár