Eldgos er hafið á ný á Sundhnúksgígaröðinni, á svipuðum slóðum og áður, austan við Sýlingarfell.
Eldgosið sést vel frá Seltjarnarnesi og víðar. Hægt er að fylgjast með lifandi útsendingu hér:
Sundhnúkar - Live from Iceland - Webcams around Iceland
Fyrr í kvöld var neyðarstigi lýst vegna skjálftahrinu sem hafði staðið í um fjörtíu mínútur þegar gosið eldur braust úr jörðu. Öflugir skjálftar, breytingar í aflögun og þrýstingsbreytingar á borholum HS Orku bentu til þess að tíðinda væri að vænta.
Verið var að vinna að varnargörðum þegar rýming hófst. Búið er að rýma bæði vinnusvæðið, verið er að rýma Grindavík og Bláa lónið og búið er að loka svæðinu fyrir forvitnum vegfarendum. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið til þess að kanna aðstæður.
Athugasemdir