Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldgos hefst á ný við Grindavík

Öfl­ug skjálfta­hrina benti til þess að tíð­inda væri að vænta. Það leið ekki nema rétt rúm­ur hálf­tími þar til eld­ur braust úr jörðu.

Eldgos hefst á ný við Grindavík
Eldgos Mynd frá síðasta gosi. Mynd: Almannavarnir

Eldgos er hafið á ný á Sundhnúksgígaröðinni, á svipuðum slóðum og áður, austan við Sýlingarfell.

Eldgosið sést vel frá Seltjarnarnesi og víðar. Hægt er að fylgjast með lifandi útsendingu hér: 

Sundhnúkar - Live from Iceland - Webcams around Iceland

Fyrr í kvöld var neyðarstigi lýst vegna skjálftahrinu sem hafði staðið í um fjörtíu mínútur þegar gosið eldur braust úr jörðu. Öflugir skjálftar, breytingar í aflögun og þrýstingsbreytingar á borholum HS Orku bentu til þess að tíðinda væri að vænta.

Verið var að vinna að varnargörðum þegar rýming hófst. Búið er að rýma bæði vinnusvæðið, verið er að rýma Grindavík og Bláa lónið og búið er að loka svæðinu fyrir forvitnum vegfarendum. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið til þess að kanna aðstæður.  

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár