Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vitni lýsir aðstæðum á vettvangi í Neskaupsstað

Kona í Nes­kaups­stað sá mann ganga inn til hjóna sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu. „Við sáum þenn­an mann labba inn.“ Þeg­ar hún heyrði dynk hlustaði hún eft­ir skýr­ing­um.

Vitni lýsir aðstæðum á vettvangi í Neskaupsstað
Neskaupstaður Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd: Shutterstock

„Í gærkvöldi heyrði ég umgang hjá þeim. Þetta var svona korter í sjö. Við verðum vitni að því að það er einhver sem labbar inn í húsið.“

Kona sem kölluð var í vitnaskýrslu hjá lögreglu fyrr í dag vegna lögreglumáls í Neskaupsstað lýsir aðstæðunum svona. Fyrr í dag var greint frá því að hjón í bænum hefðu fundist látin að heimili sínu við Strandgötu. Bifreið hjónanna mun hafa horfið. Rannsókn málsins stendur yfir. 

Það var um hálf eitt í dag sem lögreglu bárust tilkynningar því íbúar í bænum höfðu áhyggjur af hjónunum. Þegar lögreglu bar að garði voru hjónin látin. Aðstæður á vettvangi bentu til saknæms athæfis, samkvæmt upplýsingum sem bárust frá lögreglustjóranum á Austurlandi í kvöld. Umfangsmiklar aðgerðir áttu sér stað í kjölfarið, en við eftirgrennslan og handtöku grunaðs naut lögreglan á Austurlandi liðsinnis lögreglunnar á höfðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurlandi, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Í kjölfar …

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Dalila Ubillus skrifaði
    Que dolor y que trajedia me siento muy 😢 triste tan jóvenes tenía una vida por delante
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár