„Í gærkvöldi heyrði ég umgang hjá þeim. Þetta var svona korter í sjö. Við verðum vitni að því að það er einhver sem labbar inn í húsið.“
Kona sem kölluð var í vitnaskýrslu hjá lögreglu fyrr í dag vegna lögreglumáls í Neskaupsstað lýsir aðstæðunum svona. Fyrr í dag var greint frá því að hjón í bænum hefðu fundist látin að heimili sínu við Strandgötu. Bifreið hjónanna mun hafa horfið. Rannsókn málsins stendur yfir.
Það var um hálf eitt í dag sem lögreglu bárust tilkynningar því íbúar í bænum höfðu áhyggjur af hjónunum. Þegar lögreglu bar að garði voru hjónin látin. Aðstæður á vettvangi bentu til saknæms athæfis, samkvæmt upplýsingum sem bárust frá lögreglustjóranum á Austurlandi í kvöld. Umfangsmiklar aðgerðir áttu sér stað í kjölfarið, en við eftirgrennslan og handtöku grunaðs naut lögreglan á Austurlandi liðsinnis lögreglunnar á höfðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurlandi, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Í kjölfar …
Athugasemdir (1)