Á meðan íbúar Garðabæjar eru um fimm prósent af íbúum landsins eru 14 prósent fólks á hátekjulistanum búsettir í Garðabæ. Annað sveitarfélag sem sker sig úr með sambærilegum hætti er Seltjarnarnes, þar sem 1 prósent íbúa landsins býr en 4 prósent fólksins á hátekjulistanum. Meðaltekjur voru einmitt með þeim hæstu í þessum sveitarfélögum í fyrra, 12 milljónir í árstekjur á Seltjarnarnesi og 11,5 í Garðabæ, samkvæmt Hagstofu Íslands. Tekjurnar voru einungis hærri í Vestmannaeyjabæ eða tæplega 14mmilljónir króna. 80 manns eru á hátekjulistanum frá Vestmannaeyjum, og raðar fjölskylda frá Vestmannaeyjum í fjögur af fimm efstu sætum listans. Þannig eru 2,3 prósent fólksins á listanum búsett í Vestmannaeyjum en um prósent Íslendinga er búsett þar.
Á sama tíma eru 32 prósent fólksins á listanum búsett í Reykjavík en 36 prósent Íslendinga búa í höfuðborginni. Í Kópavogi eru jafnframt 13 prósent íbúa landsins búsett en hlutfall Kópavogsbúa á hátekjulistanum er ívið lægra, …
Athugasemdir