Fjögur af fimm efstu sætum hátekjulistans eru skipuð Vestmannaeyingum. Þar trónir Sigurjón Óskarsson á toppnum, ásamt börnunum sínum þremur, þeim Þóru Hrönn, Viðari og Gylfa. Öll eru þau fyrrverandi eigendur útgerðarinnar Óss. Heilsárstekjur Sigurjóns voru rúmur fimm og hálfur milljarður króna.
Háar tekjur takmarkast ekki við þessa tilteknu fjölskyldu. Meðaltekjur eru háar í Eyjum, í raun hæstar allra bæjarfélaga í fyrra. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar var meðaltal heildartekna í Vestmannaeyjum 13,9 milljónir árið 2023. Það gera um 1,16 milljónir á mánuði. Til samanburðar voru árstekjur á Íslandi að meðaltali 9,23 milljónir, eða um 770 þúsund krónur á mánuði.
Vinna meðalíbúa í 674 ár
Þó má varla vera að allir í Vestmannaeyjum séu með gríðarlega háar tekjur, enda hljóta einhverjir að sinna láglaunastörfum þar líkt og annars staðar. Hátekjufólkið hífir þar að auki meðaltalið talsvert upp.
Heimildin gerði óformlega könnun á því hverjar meðaltekjur íbúa …
Athugasemdir