Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Allt að 85 á lífeyri vegna eftirstöðva covid sýkingar

Fleiri kon­ur en karl­ar hér­lend­is þiggja líf­eyri vegna eft­ir­stöðva covid sýk­ing­ar. Hundruð hafa feng­ið end­ur­hæf­ingu á heilsu­stofn­un­um.

Allt að 85 á lífeyri vegna eftirstöðva covid sýkingar
Covid próf Hundruð hafa fengið endurhæfingu á Reykjalundi og Heilsustofnun NLFÍ eftir covid sýkingar. Mynd: Shutterstock

Allt að 85 manns, þar af 60 konur og 25 karlar, voru á örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna langtímaáhrifa covid sýkingar í lok árs í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun voru 85 einstaklingar skráðir með lífeyri vegna sjúkdómsgreininganna „þreytuheilkenni eftir veirusýkingu og eftirstöðvar covid“ sem fyrstu sjúkdómsgreiningu 1. desember í fyrra. Miðað er við að fyrsta greining í læknisvottorði sé vegna þeirra veikinda sem vega þyngst.

Til samanburðar voru 8 manns, 3 karlar og 5 konur, með þessa greiningu sem fyrstu skráningu þann 1. desember árið 2019. Þá hafði covid faraldurinn ekki blossað upp á Íslandi og því líklega helst um að ræða fólk sem þiggur lífeyri vegna ME/CFS greiningar, það er ME (myalgic encephalomyelitis), þreytuheilkennis eftir veirusýkingu, og CFS (chronic fatigue syndrome), síþreytu.

Einkenni margra þeirra sem þjást af svokölluðu „long covid“ passa við einkenni ME og CFS. Á meðal „long covid“ einkenna eru síþreyta, öndunarerfiðleikar, minnistap, svefnvandamál, hósti, beinverkir, þunglyndi, kvíði og tap á bragð- og lyktarskyni. Ekki er vel þekkt hvað getur valdið þessum langtímaáhrifum eftir covid sýkingar.

Þá sömdu Sjúkratryggingar Íslands við Reykjalund og Heilsu­stofnun Náttúru­lækninga­fé­lags Ís­lands um þjónustu við fólk sem glímir við afleiðingar covid og hafa hundruð manns fengið endurhæfingu.

Verðugt rannsóknarefni

Heimildin óskaði eftir upplýsingum frá Tryggingastofnun um fjölda þeirra sem þiggja örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna „long covid“ einkenna. Samkvæmt stofnuninni eru flestir lífeyrisþegar með samsettan vanda og því margar sjúkdómsgreiningar að baki örorkumats.

Erfitt er að segja út frá gögnum Tryggingastofnunar hvert framlag hverrar sjúkdómsgreiningar er til skertrar starfsgetu en miðað er við að sú fyrsta vegi þyngst. Því getur verið að fleiri sem þiggja lífeyri glími við „long covid“ þó það séu ekki þau veikindi sem vega þyngst í óvinnufærni þeirra.

„Það væri verðugt rannsóknarefni að varpa skýrara ljósi á afleiðingar faraldursins á starfsgetu“

„Það væri verðugt rannsóknarefni að varpa skýrara ljósi á afleiðingar faraldursins á starfsgetu og þróun hjá endurhæfingar- og örorkulífeyrisþegum sérstaklega, en slík rannsókn liggur ekki fyrir,“ segir í svari Tryggingastofnunar.

Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum hafa um 400 milljónir manns á heimsvísu upplifað „long covid“. Talið er að 10 prósent þeirra sem smitast af covid glími við eftirköst. Fyrir utan áhrif á heilsu og líðan fólks er talið að efnahagslegt tap vegna þessa geti numið allt að 1 prósent af landsframleiðslu heimsbyggðarinnar.

Bólusetningar dragi úr líkum á „long covid“

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) draga bólusetningar gegn covid úr líkum þess að „long covid“ einkenni komi fram. Rúmt ár er liðið frá því að stofnunin aflýsti neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldurins. Sumarbylgja covid hefur þó riðið yfir bæði hérlendis og víða erlendis og mælir stofnunin enn með bólusetningum fyrir fólk í áhættuhópum.

Embætti landlæknis greindi frá því á dögunum að bóluefni hefðu komið í veg fyrir 542 dauðsföll á Íslandi. Komu þau í veg fyrir 70 prósent þeirra dauðsfalla sem annars hefðu orðið, mestmegnis hjá fólki eldra en 60 ára. Rannsókn WHO þess efnis var birt í tímaritinu The Lance Respiratory Medicine á dögunum og lagði sóttvarnarlæknir íslensk gögn til rannsóknarinnar og er meðhöfundur greinarinnar.

„Flest mannslífanna sem var bjargað voru meðal 60 ára eða eldri“

Telur WHO að dauðsföllum vegna heimsfaraldurs covid hafi fækkað um 59 prósent frá desember 2020 til mars 2023 vegna notkunar bóluefna við covid. Bóluefnin hafi þannig bjargað 1,6 milljónum mannslífa á Evrópusvæði stofnunarinnar.

„Flest mannslífanna sem var bjargað voru meðal 60 ára eða eldri en það er sá hópur sem er í mestri hættu á alvarlegum veikindum og dauða af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, sem veldur COVID-19,“ segir í tilkynningu embættis landlæknis um greinina.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu