Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Allt að 85 á lífeyri vegna eftirstöðva covid sýkingar

Fleiri kon­ur en karl­ar hér­lend­is þiggja líf­eyri vegna eft­ir­stöðva covid sýk­ing­ar. Hundruð hafa feng­ið end­ur­hæf­ingu á heilsu­stofn­un­um.

Allt að 85 á lífeyri vegna eftirstöðva covid sýkingar
Covid próf Hundruð hafa fengið endurhæfingu á Reykjalundi og Heilsustofnun NLFÍ eftir covid sýkingar. Mynd: Shutterstock

Allt að 85 manns, þar af 60 konur og 25 karlar, voru á örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna langtímaáhrifa covid sýkingar í lok árs í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun voru 85 einstaklingar skráðir með lífeyri vegna sjúkdómsgreininganna „þreytuheilkenni eftir veirusýkingu og eftirstöðvar covid“ sem fyrstu sjúkdómsgreiningu 1. desember í fyrra. Miðað er við að fyrsta greining í læknisvottorði sé vegna þeirra veikinda sem vega þyngst.

Til samanburðar voru 8 manns, 3 karlar og 5 konur, með þessa greiningu sem fyrstu skráningu þann 1. desember árið 2019. Þá hafði covid faraldurinn ekki blossað upp á Íslandi og því líklega helst um að ræða fólk sem þiggur lífeyri vegna ME/CFS greiningar, það er ME (myalgic encephalomyelitis), þreytuheilkennis eftir veirusýkingu, og CFS (chronic fatigue syndrome), síþreytu.

Einkenni margra þeirra sem þjást af svokölluðu „long covid“ passa við einkenni ME og CFS. Á meðal „long covid“ einkenna eru síþreyta, öndunarerfiðleikar, minnistap, svefnvandamál, hósti, beinverkir, þunglyndi, kvíði og tap á bragð- og lyktarskyni. Ekki er vel þekkt hvað getur valdið þessum langtímaáhrifum eftir covid sýkingar.

Þá sömdu Sjúkratryggingar Íslands við Reykjalund og Heilsu­stofnun Náttúru­lækninga­fé­lags Ís­lands um þjónustu við fólk sem glímir við afleiðingar covid og hafa hundruð manns fengið endurhæfingu.

Verðugt rannsóknarefni

Heimildin óskaði eftir upplýsingum frá Tryggingastofnun um fjölda þeirra sem þiggja örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna „long covid“ einkenna. Samkvæmt stofnuninni eru flestir lífeyrisþegar með samsettan vanda og því margar sjúkdómsgreiningar að baki örorkumats.

Erfitt er að segja út frá gögnum Tryggingastofnunar hvert framlag hverrar sjúkdómsgreiningar er til skertrar starfsgetu en miðað er við að sú fyrsta vegi þyngst. Því getur verið að fleiri sem þiggja lífeyri glími við „long covid“ þó það séu ekki þau veikindi sem vega þyngst í óvinnufærni þeirra.

„Það væri verðugt rannsóknarefni að varpa skýrara ljósi á afleiðingar faraldursins á starfsgetu“

„Það væri verðugt rannsóknarefni að varpa skýrara ljósi á afleiðingar faraldursins á starfsgetu og þróun hjá endurhæfingar- og örorkulífeyrisþegum sérstaklega, en slík rannsókn liggur ekki fyrir,“ segir í svari Tryggingastofnunar.

Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum hafa um 400 milljónir manns á heimsvísu upplifað „long covid“. Talið er að 10 prósent þeirra sem smitast af covid glími við eftirköst. Fyrir utan áhrif á heilsu og líðan fólks er talið að efnahagslegt tap vegna þessa geti numið allt að 1 prósent af landsframleiðslu heimsbyggðarinnar.

Bólusetningar dragi úr líkum á „long covid“

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) draga bólusetningar gegn covid úr líkum þess að „long covid“ einkenni komi fram. Rúmt ár er liðið frá því að stofnunin aflýsti neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldurins. Sumarbylgja covid hefur þó riðið yfir bæði hérlendis og víða erlendis og mælir stofnunin enn með bólusetningum fyrir fólk í áhættuhópum.

Embætti landlæknis greindi frá því á dögunum að bóluefni hefðu komið í veg fyrir 542 dauðsföll á Íslandi. Komu þau í veg fyrir 70 prósent þeirra dauðsfalla sem annars hefðu orðið, mestmegnis hjá fólki eldra en 60 ára. Rannsókn WHO þess efnis var birt í tímaritinu The Lance Respiratory Medicine á dögunum og lagði sóttvarnarlæknir íslensk gögn til rannsóknarinnar og er meðhöfundur greinarinnar.

„Flest mannslífanna sem var bjargað voru meðal 60 ára eða eldri“

Telur WHO að dauðsföllum vegna heimsfaraldurs covid hafi fækkað um 59 prósent frá desember 2020 til mars 2023 vegna notkunar bóluefna við covid. Bóluefnin hafi þannig bjargað 1,6 milljónum mannslífa á Evrópusvæði stofnunarinnar.

„Flest mannslífanna sem var bjargað voru meðal 60 ára eða eldri en það er sá hópur sem er í mestri hættu á alvarlegum veikindum og dauða af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, sem veldur COVID-19,“ segir í tilkynningu embættis landlæknis um greinina.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár