Miklar skemmdir voru unnar á áður ósnertri möl á Sprengisandi fyrr í vikunni. Hjólförin teygja sig yfir stórt svæði og samanlagt teygja förin sig yfir nokkra kílómetra. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir sig og aðra landverði á svæðinu hafa brugðið illa þegar skemmdirnar uppgötvuðust. Hjólförin munu sjást um ókomna tíð.
„Við erum náttúrulega bara svolítið skelkuð með þetta, þetta bara gerist í fyrradag. Það var sem sagt hópur af ferðafólki sem kemur og lætur vita í Nýjadal af stórfelldum utanvegaakstri á F910, norðan við Tungnafellsjökul,“ segir Fanney í samtali við Heimildina.
Hún bætir við að ferðalangar eigi til að aka utanvegar um svæðið en venjulega sé það vegna fannfergis á veginum á vorin og haustin. Þá reyni ökumenn að aka eftir kantinum á veginum sem skilur eftir sig för við vegkantinn. Yfirleitt sé um óviljaverk að ræða. Einstaka sinnum komi upp tilvik þar sem ökumenn fari út af veginum …
Athugasemdir (1)