Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sund í köldu vatni bætir líðan á breytingaskeiði

Veru­lega dreg­ur úr nei­kvæð­um ein­kenn­um breyt­inga­skeiðs, bæði and­leg­um og lík­am­leg­um, hjá kon­um sem synda reglu­lega í köldu vatni. Þetta segja kon­ur sem tóku þátt í rann­sókn breskra vís­inda­manna.

Sund í köldu vatni bætir líðan á breytingaskeiði
Sjósund Mikil sjósundsvakning hefur orðið á Íslandi síðustu ár og fjöldinn allur af konum stundar slíkt sund, m.a. út frá Nauthólsvík. Mynd: Golli

Konur sem synda reglulega í köldu vatni segjast finna mikinn mun til hins betra á bæði líkamlegum og andlegum einkennum breytingaskeiðs, að því er rannsókn sem vísindamenn við University College í London gerðu og birt var í vísindatímaritinu Post Repruductive Health í upphafi árs. 1.114 konur tóku þátt í rannsókninni og 785 þeirra voru á breytingaskeiði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif þess að synda í köldu vatni á heilsu kvenna og lífsgæði.

„Kalt vatn er undursamlegt. Það hefur bjargað lífi mínu“
57 ára sjósundskona

Þær konur sem voru á breytingaskeiði sögðust finna minna fyrir kvíða (46,9%), sveiflum í líðan (34,5%) og hitakófum (30,3%) við það að synda í köldu vatni. Meirihluti kvennanna sagðist raunar synda við þessar aðstæður til þess einmitt að draga úr neikvæðum einkennum breytingaskeiðs en þau geta verið fjölmörg og haft mikil áhrif á lífsgæði. Sumar kvennanna sögðu að kalda vatnið drægi þegar í stað úr streitu og kvíða og sögðu sundið hafa græðandi áhrif á þær.

Ein kona, 57 ára, sagði: „Kalt vatn er undursamlegt. Það hefur bjargað lífi mínu. Í vatninu, þá get ég gert hvað sem er. Öll einkenni, líkamleg og andleg, hverfa og mér líður eins vel og hugsast getur.“

Joyce Harper, prófessor og sérfræðingur í kvenheilsu, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hún bendir á að því hafi lengi verið haldið fram að það að synda í köldu vatn geti haft jákvæð áhrif á skap fólks og dregið úr streitu. Þá nefnir hún ennfremur að köld böð hafi lengi verið notuð við endurheimt hjá íþróttafólki.   

„Rannsókn okkar styður við þessar fullyrðingar,“ segir hún. Niðurstöðurnar sýni að konur geti notað sund í köldu vatni til að létta á einkennum breytingaskeiðs, m.a. hitakófum og verkjum. „Það þurfa að fara fram frekari rannsóknir,“ bætir hún þó við, sérstaklega þegar komi að því hversu oft, hversu lengi og þar fram eftir götunum þurfi að vera í köldu vatni til að ná fram þeim ávinningi sem þátttakendur í rannsókninni lýstu. „Engu að síður þá vonum við að niðurstöður okkar geti gefið konum valkost, konum sem eiga erfitt á breytingaskeiði og hvatt þær til að stunda hreyfingu.“

Joyce HarperAðalhöfundur rannsóknarinnar er sérfræðingur í kvenhelsu.

Harper segir að konurnar hafi flestar synt í köldu vatni til að létta á kvíða, skapsveiflum og hitakófum. Þær sögðust hafa fundið að slíkt sund hjálpaði frekar en sund í heitara vatni. Sundið sjálft væri ekki eini ávinningurinn því það að vera úti í náttúrunni og í félagsskap annarra, tilheyra samfélagi sem sameinast um áhugamál, hefði einnig góð áhrif.

Vísindamennirnir vilja þó minna á að ákveðin áhætta fylgi því að synda í köldu vatni og ekki mælt með því að stinga sér til sunds hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er. Mengun vegna skolps í ám og sjó eru meðal þess sem varað er við í Bretlandi til dæmis. Þá þurfi að venja líkamann við kuldann smám saman áður en synt er af stað.

Rannsóknin er birt með ákveðnum fyrirvara. Um er að ræða rannsókn sem auglýst var á samfélagsmiðlum á tveggja mánaða tímabili. Einhver skekkja er sögð kunna að vera í niðurstöðunum þar sem rannsóknin var byggð á svörum kvenna sem þegar synda reglulega í köldu vatni. Þá er ennfremur líklegra konur sem hafa upplifað tengsl milli þess að synda í kvöldu vatni og einkenna breytingaskeiðsins hafi svarað könnuninni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár