Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sund í köldu vatni bætir líðan á breytingaskeiði

Veru­lega dreg­ur úr nei­kvæð­um ein­kenn­um breyt­inga­skeiðs, bæði and­leg­um og lík­am­leg­um, hjá kon­um sem synda reglu­lega í köldu vatni. Þetta segja kon­ur sem tóku þátt í rann­sókn breskra vís­inda­manna.

Sund í köldu vatni bætir líðan á breytingaskeiði
Sjósund Mikil sjósundsvakning hefur orðið á Íslandi síðustu ár og fjöldinn allur af konum stundar slíkt sund, m.a. út frá Nauthólsvík. Mynd: Golli

Konur sem synda reglulega í köldu vatni segjast finna mikinn mun til hins betra á bæði líkamlegum og andlegum einkennum breytingaskeiðs, að því er rannsókn sem vísindamenn við University College í London gerðu og birt var í vísindatímaritinu Post Repruductive Health í upphafi árs. 1.114 konur tóku þátt í rannsókninni og 785 þeirra voru á breytingaskeiði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif þess að synda í köldu vatni á heilsu kvenna og lífsgæði.

„Kalt vatn er undursamlegt. Það hefur bjargað lífi mínu“
57 ára sjósundskona

Þær konur sem voru á breytingaskeiði sögðust finna minna fyrir kvíða (46,9%), sveiflum í líðan (34,5%) og hitakófum (30,3%) við það að synda í köldu vatni. Meirihluti kvennanna sagðist raunar synda við þessar aðstæður til þess einmitt að draga úr neikvæðum einkennum breytingaskeiðs en þau geta verið fjölmörg og haft mikil áhrif á lífsgæði. Sumar kvennanna sögðu að kalda vatnið drægi þegar í stað úr streitu og kvíða og sögðu sundið hafa græðandi áhrif á þær.

Ein kona, 57 ára, sagði: „Kalt vatn er undursamlegt. Það hefur bjargað lífi mínu. Í vatninu, þá get ég gert hvað sem er. Öll einkenni, líkamleg og andleg, hverfa og mér líður eins vel og hugsast getur.“

Joyce Harper, prófessor og sérfræðingur í kvenheilsu, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hún bendir á að því hafi lengi verið haldið fram að það að synda í köldu vatn geti haft jákvæð áhrif á skap fólks og dregið úr streitu. Þá nefnir hún ennfremur að köld böð hafi lengi verið notuð við endurheimt hjá íþróttafólki.   

„Rannsókn okkar styður við þessar fullyrðingar,“ segir hún. Niðurstöðurnar sýni að konur geti notað sund í köldu vatni til að létta á einkennum breytingaskeiðs, m.a. hitakófum og verkjum. „Það þurfa að fara fram frekari rannsóknir,“ bætir hún þó við, sérstaklega þegar komi að því hversu oft, hversu lengi og þar fram eftir götunum þurfi að vera í köldu vatni til að ná fram þeim ávinningi sem þátttakendur í rannsókninni lýstu. „Engu að síður þá vonum við að niðurstöður okkar geti gefið konum valkost, konum sem eiga erfitt á breytingaskeiði og hvatt þær til að stunda hreyfingu.“

Joyce HarperAðalhöfundur rannsóknarinnar er sérfræðingur í kvenhelsu.

Harper segir að konurnar hafi flestar synt í köldu vatni til að létta á kvíða, skapsveiflum og hitakófum. Þær sögðust hafa fundið að slíkt sund hjálpaði frekar en sund í heitara vatni. Sundið sjálft væri ekki eini ávinningurinn því það að vera úti í náttúrunni og í félagsskap annarra, tilheyra samfélagi sem sameinast um áhugamál, hefði einnig góð áhrif.

Vísindamennirnir vilja þó minna á að ákveðin áhætta fylgi því að synda í köldu vatni og ekki mælt með því að stinga sér til sunds hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er. Mengun vegna skolps í ám og sjó eru meðal þess sem varað er við í Bretlandi til dæmis. Þá þurfi að venja líkamann við kuldann smám saman áður en synt er af stað.

Rannsóknin er birt með ákveðnum fyrirvara. Um er að ræða rannsókn sem auglýst var á samfélagsmiðlum á tveggja mánaða tímabili. Einhver skekkja er sögð kunna að vera í niðurstöðunum þar sem rannsóknin var byggð á svörum kvenna sem þegar synda reglulega í köldu vatni. Þá er ennfremur líklegra konur sem hafa upplifað tengsl milli þess að synda í kvöldu vatni og einkenna breytingaskeiðsins hafi svarað könnuninni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
8
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár