Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sund í köldu vatni bætir líðan á breytingaskeiði

Veru­lega dreg­ur úr nei­kvæð­um ein­kenn­um breyt­inga­skeiðs, bæði and­leg­um og lík­am­leg­um, hjá kon­um sem synda reglu­lega í köldu vatni. Þetta segja kon­ur sem tóku þátt í rann­sókn breskra vís­inda­manna.

Sund í köldu vatni bætir líðan á breytingaskeiði
Sjósund Mikil sjósundsvakning hefur orðið á Íslandi síðustu ár og fjöldinn allur af konum stundar slíkt sund, m.a. út frá Nauthólsvík. Mynd: Golli

Konur sem synda reglulega í köldu vatni segjast finna mikinn mun til hins betra á bæði líkamlegum og andlegum einkennum breytingaskeiðs, að því er rannsókn sem vísindamenn við University College í London gerðu og birt var í vísindatímaritinu Post Repruductive Health í upphafi árs. 1.114 konur tóku þátt í rannsókninni og 785 þeirra voru á breytingaskeiði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif þess að synda í köldu vatni á heilsu kvenna og lífsgæði.

„Kalt vatn er undursamlegt. Það hefur bjargað lífi mínu“
57 ára sjósundskona

Þær konur sem voru á breytingaskeiði sögðust finna minna fyrir kvíða (46,9%), sveiflum í líðan (34,5%) og hitakófum (30,3%) við það að synda í köldu vatni. Meirihluti kvennanna sagðist raunar synda við þessar aðstæður til þess einmitt að draga úr neikvæðum einkennum breytingaskeiðs en þau geta verið fjölmörg og haft mikil áhrif á lífsgæði. Sumar kvennanna sögðu að kalda vatnið drægi þegar í stað úr streitu og kvíða og sögðu sundið hafa græðandi áhrif á þær.

Ein kona, 57 ára, sagði: „Kalt vatn er undursamlegt. Það hefur bjargað lífi mínu. Í vatninu, þá get ég gert hvað sem er. Öll einkenni, líkamleg og andleg, hverfa og mér líður eins vel og hugsast getur.“

Joyce Harper, prófessor og sérfræðingur í kvenheilsu, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hún bendir á að því hafi lengi verið haldið fram að það að synda í köldu vatn geti haft jákvæð áhrif á skap fólks og dregið úr streitu. Þá nefnir hún ennfremur að köld böð hafi lengi verið notuð við endurheimt hjá íþróttafólki.   

„Rannsókn okkar styður við þessar fullyrðingar,“ segir hún. Niðurstöðurnar sýni að konur geti notað sund í köldu vatni til að létta á einkennum breytingaskeiðs, m.a. hitakófum og verkjum. „Það þurfa að fara fram frekari rannsóknir,“ bætir hún þó við, sérstaklega þegar komi að því hversu oft, hversu lengi og þar fram eftir götunum þurfi að vera í köldu vatni til að ná fram þeim ávinningi sem þátttakendur í rannsókninni lýstu. „Engu að síður þá vonum við að niðurstöður okkar geti gefið konum valkost, konum sem eiga erfitt á breytingaskeiði og hvatt þær til að stunda hreyfingu.“

Joyce HarperAðalhöfundur rannsóknarinnar er sérfræðingur í kvenhelsu.

Harper segir að konurnar hafi flestar synt í köldu vatni til að létta á kvíða, skapsveiflum og hitakófum. Þær sögðust hafa fundið að slíkt sund hjálpaði frekar en sund í heitara vatni. Sundið sjálft væri ekki eini ávinningurinn því það að vera úti í náttúrunni og í félagsskap annarra, tilheyra samfélagi sem sameinast um áhugamál, hefði einnig góð áhrif.

Vísindamennirnir vilja þó minna á að ákveðin áhætta fylgi því að synda í köldu vatni og ekki mælt með því að stinga sér til sunds hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er. Mengun vegna skolps í ám og sjó eru meðal þess sem varað er við í Bretlandi til dæmis. Þá þurfi að venja líkamann við kuldann smám saman áður en synt er af stað.

Rannsóknin er birt með ákveðnum fyrirvara. Um er að ræða rannsókn sem auglýst var á samfélagsmiðlum á tveggja mánaða tímabili. Einhver skekkja er sögð kunna að vera í niðurstöðunum þar sem rannsóknin var byggð á svörum kvenna sem þegar synda reglulega í köldu vatni. Þá er ennfremur líklegra konur sem hafa upplifað tengsl milli þess að synda í kvöldu vatni og einkenna breytingaskeiðsins hafi svarað könnuninni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár