Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu

Set­ið er um vin­sæl­ar bæk­ur hjá Raf­bóka­safn­inu en verk­efn­a­stýra seg­ir jafn­væg­islist að ákveða hvort kaupa eigi inn fleiri titla eða fleiri „ein­tök“ af vin­sæl­um bók­um.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu
Bækur Raf- og hljóðbækur eru meðhöndlaðar eins og prentaðar bækur hjá söfnum að því leyti að kaupa þarf inn ákveðið mörg „eintök“ til útláns.

Biðlistar eftir hljóðbókum hjá Rafbókasafninu hafa talið allt að sextíu manns en fjárskortur safnsins veldur því að velja þarf á milli hvort kaupa eigi fleiri „eintök“ af vinsælum bókum eða bæta úrvalið.

Einn notandi samfélagsmiðilsins X, Glytta, birti færslu í gær um að hán hefði beðið í ár eftir hljóðbókinni „The Body Keeps the Score“. Aðeins eitt „eintak“ af bókinni er hjá safninu og er hán nú númer 2 á biðlista eftir að hafa byrjað í 32. sæti fyrir ári. Í augnablikinu eru 39 manns á biðlistanum eftir þessum titli.

Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra Rafbókasafnsins, segir að miklar umræður hafi verið um hvernig bókasöfn geti gefið aðgang að efni á netinu án þessa að brjóta á rétti höfunda og útgefenda. „Þetta er bara eins og við vitum með tónlistina sem missti þetta allt úr höndunum í streymisveitur,“ segir hún. „En í bókasafnaheiminum var lögð áhersla á að gera þetta þannig að þetta kæmi sem best við höfunda og útgefendur. Þá var fundin þessi aðferð að hvert eintak af rafbók er meðhöndlað eins og prentað eintak af bók.“

„Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til“

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive.

„Rafbókasafnið er ekki stórt og það eru ekki mjög margir lesendur,“ segir Úlfhildur. „Fólk sækir meira í Storytel sem er eðlilegt því við höfum ekki fengið íslenskar bækur inn á rafbókasafnið. Útgefendur og höfundar hafa almennt ekki viljað selja okkur íslenskar bækur. Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til og þar af leiðandi höfum við takmarkað fé.“

Stöðug jafnvægislist

Úlfhildur segir aftur á móti að þeir lesendur sem á annað borð nota Rafbókasafnið noti það mjög mikið. „Þess vegna er þessi stöðuga jafnvægislist,“ segir hún. „Annars vegar óskir um titla frá lánþegum sem eru að meðaltali 100 óskir á viku og síðan óskir lánþega um sömu bókina þar sem er pantanalisti jafnvel yfir 60 manns. Þegar er komið yfir 40 þá kaupum við annað eintak og með sumar af þessum vinsælustu bókum eigum við jafnvel þrjú eintök ef eftirspurnin er gríðarlega mikil.“

„Til að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur“

Hún segir þetta vera alþjóðlegt vandamál rafbókasafna. „Til þess að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur,“ segir Úlfhildur. „Við erum í meiri vandræðum en með prentuðu bækurnar af því að hljóðbækurnar eru svo ofboðslega vinsælar en taka oft langan tíma í hlustun. Við prófuðum að stytta útlánstímann á hljóðbókunum og það stytti biðlistana eitthvað. En margir segja að þeir nái ekki að hlusta á kannski 15 klukkutíma bók á 14 dögum.“

Allir tapi á streymi

Úlfhildur segir að íslenskir höfundar gætu fengið meira fyrir sinn snúð í gegnum Rafbókasafnið. „Hvert útlán tikkar inn í Bókasafnssjóð höfunda ólíkt streyminu þar sem þú þarft ákveðið mörg streymi til að fá krónu,“ segir hún. „Það eru allir hræddir við streymi því það tapa allir á því, nema í mesta lagi þeir sem eiga streymisveituna og það er ekki einu sinni öruggt að þeir græði nógu mikið eins og sést á umræðunni um gerviraddir og gerviþýðingar hjá Storytel. Það er verið að leita sparnaðarleiða.

Okkur finnst mikilvægt sem almenningsbókasafni og opinberri stofnun að troða ekki á réttindum neins en að sama skapi er líka mjög mikilvægt að tryggja lesendum það lesefni sem þeir óska sér. Við getum aldrei tryggt að allir geti lesið sömu bókina á sama tíma, það á við jafnt um prentaðar bækur og rafbækur. En þessir ofboðslegu biðlistar á vinsælu hljóðbókunum, það er eitthvað sem við höfum virkilegar áhyggjur af.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár