Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu

Set­ið er um vin­sæl­ar bæk­ur hjá Raf­bóka­safn­inu en verk­efn­a­stýra seg­ir jafn­væg­islist að ákveða hvort kaupa eigi inn fleiri titla eða fleiri „ein­tök“ af vin­sæl­um bók­um.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu
Bækur Raf- og hljóðbækur eru meðhöndlaðar eins og prentaðar bækur hjá söfnum að því leyti að kaupa þarf inn ákveðið mörg „eintök“ til útláns.

Biðlistar eftir hljóðbókum hjá Rafbókasafninu hafa talið allt að sextíu manns en fjárskortur safnsins veldur því að velja þarf á milli hvort kaupa eigi fleiri „eintök“ af vinsælum bókum eða bæta úrvalið.

Einn notandi samfélagsmiðilsins X, Glytta, birti færslu í gær um að hán hefði beðið í ár eftir hljóðbókinni „The Body Keeps the Score“. Aðeins eitt „eintak“ af bókinni er hjá safninu og er hán nú númer 2 á biðlista eftir að hafa byrjað í 32. sæti fyrir ári. Í augnablikinu eru 39 manns á biðlistanum eftir þessum titli.

Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra Rafbókasafnsins, segir að miklar umræður hafi verið um hvernig bókasöfn geti gefið aðgang að efni á netinu án þessa að brjóta á rétti höfunda og útgefenda. „Þetta er bara eins og við vitum með tónlistina sem missti þetta allt úr höndunum í streymisveitur,“ segir hún. „En í bókasafnaheiminum var lögð áhersla á að gera þetta þannig að þetta kæmi sem best við höfunda og útgefendur. Þá var fundin þessi aðferð að hvert eintak af rafbók er meðhöndlað eins og prentað eintak af bók.“

„Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til“

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive.

„Rafbókasafnið er ekki stórt og það eru ekki mjög margir lesendur,“ segir Úlfhildur. „Fólk sækir meira í Storytel sem er eðlilegt því við höfum ekki fengið íslenskar bækur inn á rafbókasafnið. Útgefendur og höfundar hafa almennt ekki viljað selja okkur íslenskar bækur. Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til og þar af leiðandi höfum við takmarkað fé.“

Stöðug jafnvægislist

Úlfhildur segir aftur á móti að þeir lesendur sem á annað borð nota Rafbókasafnið noti það mjög mikið. „Þess vegna er þessi stöðuga jafnvægislist,“ segir hún. „Annars vegar óskir um titla frá lánþegum sem eru að meðaltali 100 óskir á viku og síðan óskir lánþega um sömu bókina þar sem er pantanalisti jafnvel yfir 60 manns. Þegar er komið yfir 40 þá kaupum við annað eintak og með sumar af þessum vinsælustu bókum eigum við jafnvel þrjú eintök ef eftirspurnin er gríðarlega mikil.“

„Til að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur“

Hún segir þetta vera alþjóðlegt vandamál rafbókasafna. „Til þess að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur,“ segir Úlfhildur. „Við erum í meiri vandræðum en með prentuðu bækurnar af því að hljóðbækurnar eru svo ofboðslega vinsælar en taka oft langan tíma í hlustun. Við prófuðum að stytta útlánstímann á hljóðbókunum og það stytti biðlistana eitthvað. En margir segja að þeir nái ekki að hlusta á kannski 15 klukkutíma bók á 14 dögum.“

Allir tapi á streymi

Úlfhildur segir að íslenskir höfundar gætu fengið meira fyrir sinn snúð í gegnum Rafbókasafnið. „Hvert útlán tikkar inn í Bókasafnssjóð höfunda ólíkt streyminu þar sem þú þarft ákveðið mörg streymi til að fá krónu,“ segir hún. „Það eru allir hræddir við streymi því það tapa allir á því, nema í mesta lagi þeir sem eiga streymisveituna og það er ekki einu sinni öruggt að þeir græði nógu mikið eins og sést á umræðunni um gerviraddir og gerviþýðingar hjá Storytel. Það er verið að leita sparnaðarleiða.

Okkur finnst mikilvægt sem almenningsbókasafni og opinberri stofnun að troða ekki á réttindum neins en að sama skapi er líka mjög mikilvægt að tryggja lesendum það lesefni sem þeir óska sér. Við getum aldrei tryggt að allir geti lesið sömu bókina á sama tíma, það á við jafnt um prentaðar bækur og rafbækur. En þessir ofboðslegu biðlistar á vinsælu hljóðbókunum, það er eitthvað sem við höfum virkilegar áhyggjur af.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
2
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
3
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mánuði að svara fyrir skipunina
4
Fréttir

Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mán­uði að svara fyr­ir skip­un­ina

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata sem sit­ur í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fór hörð­um orð­um um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið fyr­ir að hafa ekki enn orð­ið við beiðni nefnd­ar­inn­ar um að upp­lýsa um skip­un sendi­herra Banda­ríkj­anna. Fimm mán­uð­ir eru síð­an beiðn­in var mót­tek­in en sam­kvæmt lög­um ber stjórn­völd­um að svara beiðn­um nefnd­ar­inn­ar eigi síð­ar en viku eft­ir að hún hef­ur ver­ið mót­tek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
2
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár