Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu

Set­ið er um vin­sæl­ar bæk­ur hjá Raf­bóka­safn­inu en verk­efn­a­stýra seg­ir jafn­væg­islist að ákveða hvort kaupa eigi inn fleiri titla eða fleiri „ein­tök“ af vin­sæl­um bók­um.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu
Bækur Raf- og hljóðbækur eru meðhöndlaðar eins og prentaðar bækur hjá söfnum að því leyti að kaupa þarf inn ákveðið mörg „eintök“ til útláns.

Biðlistar eftir hljóðbókum hjá Rafbókasafninu hafa talið allt að sextíu manns en fjárskortur safnsins veldur því að velja þarf á milli hvort kaupa eigi fleiri „eintök“ af vinsælum bókum eða bæta úrvalið.

Einn notandi samfélagsmiðilsins X, Glytta, birti færslu í gær um að hán hefði beðið í ár eftir hljóðbókinni „The Body Keeps the Score“. Aðeins eitt „eintak“ af bókinni er hjá safninu og er hán nú númer 2 á biðlista eftir að hafa byrjað í 32. sæti fyrir ári. Í augnablikinu eru 39 manns á biðlistanum eftir þessum titli.

Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra Rafbókasafnsins, segir að miklar umræður hafi verið um hvernig bókasöfn geti gefið aðgang að efni á netinu án þessa að brjóta á rétti höfunda og útgefenda. „Þetta er bara eins og við vitum með tónlistina sem missti þetta allt úr höndunum í streymisveitur,“ segir hún. „En í bókasafnaheiminum var lögð áhersla á að gera þetta þannig að þetta kæmi sem best við höfunda og útgefendur. Þá var fundin þessi aðferð að hvert eintak af rafbók er meðhöndlað eins og prentað eintak af bók.“

„Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til“

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive.

„Rafbókasafnið er ekki stórt og það eru ekki mjög margir lesendur,“ segir Úlfhildur. „Fólk sækir meira í Storytel sem er eðlilegt því við höfum ekki fengið íslenskar bækur inn á rafbókasafnið. Útgefendur og höfundar hafa almennt ekki viljað selja okkur íslenskar bækur. Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til og þar af leiðandi höfum við takmarkað fé.“

Stöðug jafnvægislist

Úlfhildur segir aftur á móti að þeir lesendur sem á annað borð nota Rafbókasafnið noti það mjög mikið. „Þess vegna er þessi stöðuga jafnvægislist,“ segir hún. „Annars vegar óskir um titla frá lánþegum sem eru að meðaltali 100 óskir á viku og síðan óskir lánþega um sömu bókina þar sem er pantanalisti jafnvel yfir 60 manns. Þegar er komið yfir 40 þá kaupum við annað eintak og með sumar af þessum vinsælustu bókum eigum við jafnvel þrjú eintök ef eftirspurnin er gríðarlega mikil.“

„Til að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur“

Hún segir þetta vera alþjóðlegt vandamál rafbókasafna. „Til þess að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur,“ segir Úlfhildur. „Við erum í meiri vandræðum en með prentuðu bækurnar af því að hljóðbækurnar eru svo ofboðslega vinsælar en taka oft langan tíma í hlustun. Við prófuðum að stytta útlánstímann á hljóðbókunum og það stytti biðlistana eitthvað. En margir segja að þeir nái ekki að hlusta á kannski 15 klukkutíma bók á 14 dögum.“

Allir tapi á streymi

Úlfhildur segir að íslenskir höfundar gætu fengið meira fyrir sinn snúð í gegnum Rafbókasafnið. „Hvert útlán tikkar inn í Bókasafnssjóð höfunda ólíkt streyminu þar sem þú þarft ákveðið mörg streymi til að fá krónu,“ segir hún. „Það eru allir hræddir við streymi því það tapa allir á því, nema í mesta lagi þeir sem eiga streymisveituna og það er ekki einu sinni öruggt að þeir græði nógu mikið eins og sést á umræðunni um gerviraddir og gerviþýðingar hjá Storytel. Það er verið að leita sparnaðarleiða.

Okkur finnst mikilvægt sem almenningsbókasafni og opinberri stofnun að troða ekki á réttindum neins en að sama skapi er líka mjög mikilvægt að tryggja lesendum það lesefni sem þeir óska sér. Við getum aldrei tryggt að allir geti lesið sömu bókina á sama tíma, það á við jafnt um prentaðar bækur og rafbækur. En þessir ofboðslegu biðlistar á vinsælu hljóðbókunum, það er eitthvað sem við höfum virkilegar áhyggjur af.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár