Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu

Set­ið er um vin­sæl­ar bæk­ur hjá Raf­bóka­safn­inu en verk­efn­a­stýra seg­ir jafn­væg­islist að ákveða hvort kaupa eigi inn fleiri titla eða fleiri „ein­tök“ af vin­sæl­um bók­um.

Árs bið eftir vinsælli hljóðbók hjá Rafbókasafninu
Bækur Raf- og hljóðbækur eru meðhöndlaðar eins og prentaðar bækur hjá söfnum að því leyti að kaupa þarf inn ákveðið mörg „eintök“ til útláns.

Biðlistar eftir hljóðbókum hjá Rafbókasafninu hafa talið allt að sextíu manns en fjárskortur safnsins veldur því að velja þarf á milli hvort kaupa eigi fleiri „eintök“ af vinsælum bókum eða bæta úrvalið.

Einn notandi samfélagsmiðilsins X, Glytta, birti færslu í gær um að hán hefði beðið í ár eftir hljóðbókinni „The Body Keeps the Score“. Aðeins eitt „eintak“ af bókinni er hjá safninu og er hán nú númer 2 á biðlista eftir að hafa byrjað í 32. sæti fyrir ári. Í augnablikinu eru 39 manns á biðlistanum eftir þessum titli.

Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra Rafbókasafnsins, segir að miklar umræður hafi verið um hvernig bókasöfn geti gefið aðgang að efni á netinu án þessa að brjóta á rétti höfunda og útgefenda. „Þetta er bara eins og við vitum með tónlistina sem missti þetta allt úr höndunum í streymisveitur,“ segir hún. „En í bókasafnaheiminum var lögð áhersla á að gera þetta þannig að þetta kæmi sem best við höfunda og útgefendur. Þá var fundin þessi aðferð að hvert eintak af rafbók er meðhöndlað eins og prentað eintak af bók.“

„Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til“

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfis bókasafna og er með samning við bandarísku rafbókaveitunni Overdrive.

„Rafbókasafnið er ekki stórt og það eru ekki mjög margir lesendur,“ segir Úlfhildur. „Fólk sækir meira í Storytel sem er eðlilegt því við höfum ekki fengið íslenskar bækur inn á rafbókasafnið. Útgefendur og höfundar hafa almennt ekki viljað selja okkur íslenskar bækur. Okkur hefur ekki tekist að koma Rafbókasafninu í eins mikla umferð og vonir stóðu til og þar af leiðandi höfum við takmarkað fé.“

Stöðug jafnvægislist

Úlfhildur segir aftur á móti að þeir lesendur sem á annað borð nota Rafbókasafnið noti það mjög mikið. „Þess vegna er þessi stöðuga jafnvægislist,“ segir hún. „Annars vegar óskir um titla frá lánþegum sem eru að meðaltali 100 óskir á viku og síðan óskir lánþega um sömu bókina þar sem er pantanalisti jafnvel yfir 60 manns. Þegar er komið yfir 40 þá kaupum við annað eintak og með sumar af þessum vinsælustu bókum eigum við jafnvel þrjú eintök ef eftirspurnin er gríðarlega mikil.“

„Til að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur“

Hún segir þetta vera alþjóðlegt vandamál rafbókasafna. „Til þess að við getum fengið meira fjármagn þurfum við fleiri notendur,“ segir Úlfhildur. „Við erum í meiri vandræðum en með prentuðu bækurnar af því að hljóðbækurnar eru svo ofboðslega vinsælar en taka oft langan tíma í hlustun. Við prófuðum að stytta útlánstímann á hljóðbókunum og það stytti biðlistana eitthvað. En margir segja að þeir nái ekki að hlusta á kannski 15 klukkutíma bók á 14 dögum.“

Allir tapi á streymi

Úlfhildur segir að íslenskir höfundar gætu fengið meira fyrir sinn snúð í gegnum Rafbókasafnið. „Hvert útlán tikkar inn í Bókasafnssjóð höfunda ólíkt streyminu þar sem þú þarft ákveðið mörg streymi til að fá krónu,“ segir hún. „Það eru allir hræddir við streymi því það tapa allir á því, nema í mesta lagi þeir sem eiga streymisveituna og það er ekki einu sinni öruggt að þeir græði nógu mikið eins og sést á umræðunni um gerviraddir og gerviþýðingar hjá Storytel. Það er verið að leita sparnaðarleiða.

Okkur finnst mikilvægt sem almenningsbókasafni og opinberri stofnun að troða ekki á réttindum neins en að sama skapi er líka mjög mikilvægt að tryggja lesendum það lesefni sem þeir óska sér. Við getum aldrei tryggt að allir geti lesið sömu bókina á sama tíma, það á við jafnt um prentaðar bækur og rafbækur. En þessir ofboðslegu biðlistar á vinsælu hljóðbókunum, það er eitthvað sem við höfum virkilegar áhyggjur af.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
6
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár