Litla hafmeyjan, maturinn og mannlífið

Dönsk ferða­mála­yf­ir­völd hafa á síð­ustu ár­um lagt mikla vinnu í að kynna Dan­mörku í Banda­ríkj­un­um. Sú vinna hef­ur skil­að sér, banda­rísk­um ferða­mönn­um í Dan­mörku hef­ur fjölg­að mik­ið að und­an­förnu.

Árið 2019 var metár í danskri ferðaþjónustu. Aldrei höfðu fleiri ferðamenn heimsótt landið, gistinætur voru fleiri en nokkru sinni fyrr, og öflugt kynningarstarf danskra ferðamálayfirvalda að skila sér. En svo kom kórónaveiran í ársbyrjun 2020 og setti stórt strik í reikninginn hjá Dönum eins og öðrum þjóðum. Hrun varð í komu ferðamanna til Danmerkur og tvö ár liðu áður en ástandið tók að batna og brúnin að lyftast. Og nú er rífandi gangur í ferðamennskunni, svo mikill að sumum þykir nóg um. 

Margir íbúar í miðborg Kaupmannahafnar hafa áhyggjur af sífellt aukinni umferð ferðafólks á svæðinu og óttast að sjarmi þessa gamla bæjarhluta (orðalag eins íbúa) hverfi. Ferðamálayfirvöld í borginni hafa tekið undir þessar áhyggjur en segja hægara sagt en gert að stjórna því hvert ferðafólk leggi leið sína.

Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn fjölmennastir í hópi ferðamanna

Löng hefð er fyrir  því að Þjóðverjar og Svíar ferðist til Danmerkur en fyrir nokkrum árum fór Norðmönnum að fjölga og sömuleiðis Hollendingum. Þjóðverjarnir eru lang fjömennastir í hópi ferðamanna sem leggja leið sína til Danmerkur, þeir fara einkum til Jótlands og dvelja þá í sumarhúsum sem þeir leigja, eða í hjólhýsum og tjaldvögnum. Verðlag á mörgum nauðsynjum, t.d. matvörum, er hærra í Danmörku en Þýskalandi og Svíþjóð og þess vegna koma ferðalangar frá þessum löndum gjarna með vistir að heiman í fríið. Tekjur af þessum sumardvalargestum eru því minni en af þeim gestum sem dvelja á hótelum.

Óttast að sérkennin hverfi

Ferðamennskan er orðin veigamikill þáttur í  efnahagslífi margra landa, ekki síst í Evrópu. Ferðamönnum hefur víða fjölgað svo mjög að mörgum þykir nóg um. Þetta á einkum við í borgum þar sem verður vart þverfótað fyrir ferðafólki sem flykkist þangað yfir sumarmánuðina. Það sem heimamenn kalla eðlilegt mannlíf verður undan að láta, íbúðarhús verða að hótelum og gistiheimilum. Þetta er alþekkt. Þar sem áður voru fjölbreyttar verslanir koma matsölustaðir, barir, kaffihús og minjagripabúðir.

Dæmi um þetta er Strikið í Kaupmannahöfn þar sem áður voru alls kyns verslanir, sérdanskar, ef svo mætti að orði komast. Þær eru með einni undantekningu (Randers handsker) horfnar. Margir íbúar Kaupmannahafnar leggja aldrei leið sína á Strikið, segjast aldrei eiga þangað erindi og þar séu bara ferðamenn. Á allra síðustu árum hefur borgin gripið til ýmissa aðgerða í því skyni að hefja Strikið, sérstaklega þann hluta sem næstur er Ráðhústorginu, til vegs og virðingar á nýjan leik, eins og yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar komst að orði í viðtali við danska útvarpið, DR.

Vilja ferðamenn sem skilja meira eftir

Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hér á Íslandi tala gjarna um að það sé gott og blessað, og æskilegt, að ferðamönnum fjölgi. En tala líka um að varðandi tekjur af ferðamennskunni skipti máli hverjir það séu sem leggja leið sína hingað. Mestu skila þeir í þjóðarbúið sem gista á hótelum og borða á veitingastöðum. Það á ekki síst við um ferðamenn frá Bandaríkjunum.

Fjölgar mikið í Danmörku

Ferðamönnum frá Bandaríkjunum sem leggja leið sína til Danmerkur hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Á síðasta ári voru gistinætur bandarískra ferðamanna í Danmörku rétt um eina milljón og útlit er fyrir að þeim fjölgi verulega á þessu ári. Þessi fjölgun er afrakstur margra ára kynningarstarfs danskra ferðamálayfirvalda en jafnframt hefur framboð á flugi milli Bandaríkjanna og Danmerkur aukist mikið. Ekki skemmir fyrir að gengi dollarans hefur, miðað við dönsku krónuna, verið hátt þannig að ferðamenn fá mikið fyrir peningana.

Maturinn, mannlífið, náttúran og litla hafmeyjan

Dönsk ferðamálayfirvöld hafa ekki einungis auglýst mikið í Bandaríkjunum, þau hafa líka látið gera könnun til að finna út hvað það er sem gerir Danmörku eftirsóknarverða í augum Bandaríkjamanna. Danska ferðamálaráðið greindi nýlega frá þessari könnun og nokkur helstu atriði sem þátttakendur í könnuninni  nefndu. 

Fyrst er það maturinn. Dönsk matargerð hefur á síðustu árum komist á heimskortið ef svo má segja og danska matinn kunna Bandaríkjamenn að meta. Þótt góður matur kosti meira en skyndibiti skiptir það ekki máli. Súrdeigsbrauðið danska nefndu margir og sögðu það í allt öðrum gæðaflokki en það sem fáanlegt er í Bandaríkjunum. Smurbrauðið var líka iðulega nefnt en líka kjötbollur og fleira.

Danska náttúran skorar líka hátt hjá Bandaríkjamönnum. Strendurnar við Vesterhavet á Jótlandi nefndu margir og sömuleiðis Møns Klint og Stevns Klint. Gulu repjuakrarnir og strendurnar norðan við Kaupmannahöfn voru líka meðal þess sem nefnt var.

Svo var það líka mannlífið, bæði í Kaupmannahöfn og annars staðar, fyrir utan Tívoli og Litlu hafmeyjuna. Margir Bandaríkjamenn nefndu líka að þeim fyndist þeir öruggir í Danmörku og fannst með ólikindum að hægt væri að ganga nánast heim að dyrum á Amalienborg og Kristjánsborg. Það væri gott dæmi um hve örugg Danmörk væri.

 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Fróðlegur pistil um rífandi gang í ferðabransanum í Danmörku. Þá vaknar auðvitað áhugi að bera saman við okkar veruleika. VÖXTUR FERÐABRANSANS. Áratuginn fyrir Covid, 2010-2019, var mestur vöxtur í ferðabransanum á Íslandi. Á þessu árabili óx fjöldi ferðamanna í Danmörku um 24%, en meir en tífalt hraðari vöxtur var á Íslandi eða heil 294%. Ef það er hægt að tala um rífandi gang í Danmörku, þá veit ég ekki hvað má segja um Ísland, þar var vöxturinn algjörlega stjórnlaus og afleiðingarnar á alla innviði hrikalegar, t.d. fasteignamarkað, byggingariðnað, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, skólakerfi o.fl. og þessi þensla olli því að verðbólgan fór í hæstu hæðir. Dæmi um álag á innviði þá hefur umferð s.l. áratug vaxið um 15% í Danmörku en meir en þrefalt meir á Íslandi. Þennan mikla mun á milli landanna má rekja til hraðs vaxtar túrisma á Íslandi. Það mun taka áratugi að byggja upp og viðhalda vegakerfinu á Íslandi svo það ráði við þessa umferðaraukningu með viðunandi hætti og kostnaður hátt í 1000 milljarðar eða meir. Þá er ótalinn kostnaður íbúa vegna umferðartafa og hratt vaxandi slysatíðni. SKATTEKJUR AF FERÐAMÖNNUM. Í Danmörku ber gisting og veitingaþjónusta í 25% VSK en 11% á Íslandi. Veltan nálgast um 200 milljarða í þessum greinum á Íslandi. Ef VSk yrði hækkað úr 11% í 24% (til samræmis við Danmörku) þá mundi það gróft reiknað skila um 25 milljörðum á ári í ríkiskassans. Í Danmörku er í bígerð að leggja skatt á flugfarþega m.a. til að fjármagna orkuskipti sem verða gríðarlega dýr og eru ófjármögnuð hérlendis. Skatturinn fer hækkandi með tímanum, en strax á næsta ári verður hann 30 DKK (um 600 ÍKR) á flugmiða frá Danmörku til áfangastaða innan Evrópu og 300 DKK (um 6000 ÍKR) á flug frá Evrópu. Sambærileg skattlagning á Íslandi mundi skila tæpum 10 milljörðum í ríkiskassann á ári. Samanlagt væri VSK og flugmiðaskattur um 35 milljarðar sem á fáum árum gæti snarlækkað ríkisskuldir. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiðir 20 milljarða í arð til ríkisins í metári, upphæð sem munar um. ÁHRIF TÚRISMA Á ATGERVISFLÓTTA. Mjög hár fjármagnskostnaður veldur því að ungt fólk, sem ekki á efnaða foreldra, á mjög erfitt með að koma þaki yfir höfuðið. Þetta má rekja til verðbólgu sem rekja má til þenslu vegna allt of hratt vaxandi ferðaþjónustu. Ungt fólk í í framhaldsnámi erlendis á því erfitt með að flytja heim að námi loknu, jafnvel hámenntað fólk með góð laun. Þetta sést m.a. á því að Íslendingum búsettum í Danmörku hefur fjölgað um 24% s.l. áratug á meðan íslenskum ríkisborgurum búsettum á Íslandi hefur einungis fjölgað um 7% á sama tíma. Atgervisflótti menntafólks er því mikill. HRATT LÆKKANDI FÆÐINGARTÍÐNI OG STÉTTSKIPTING ÞVÍ TENGD. Ungt, efnalítið fólk sem ekki á efnaða foreldra og er búsett á Íslandi neyðist gjarnan til að búa við þröngan kost í foreldrahúsum fram á miðjan aldur. Lítið verður þá úr tilhugalífi og barneignir frestast, jafnvel alveg. Fæðingartíðni lækkar því. Þetta bitnar einkum á yngra fólki sem ekki á efnaða foreldra sem geta hjálpað til með fjármögnun íbúðarkaupa. GÆFA DANA. Danir búa ekki að ríkulegum náttúruauðlindum líkt og við. Velmegun þeirra verður því að hvíla á þekkingariðnaði og hugviti og mjög agaðri atvinnustefnu og efnahagsstjórn. Þar hefur Dönum tekist einstaklega vel til. Ferðaþjónustu hefur t.d. ekki farið stjórnlaust úr böndunum eins og hér og þeir hafa beitt skynsamri skattlagningu til að hafa stjórn á atvinnulífi og efnahag. Það er gæfa Dana að í ríkisstjórn hefur oftast valist afburðafólk með gott viðskiptavit.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
5
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
6
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár