Vinstri græn mælast enn utan þings

Fylgi flokka breyt­ist lít­ið milli mæl­inga hjá Þjóðar­púlsi Gallup. Eina töl­fræði­lega mark­tæka breyt­ing­in er hjá Sósí­al­ista­flokki Ís­lands sem mæl­ist nú með tæp­lega fimm pró­sent fylgi. Á sama tíma mæl­ast Vinstri græn enn und­ir fimm pró­sent­um og myndu að óbreyttu þurrk­ast út af þingi.

Vinstri græn mælast enn utan þings
Fylgið breytist lítið Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi sem er tölfræðilega marktækur. Flokkurinn tekur fram úr Vinstri grænum sem myndu að öllu óbreyttu þurrkast út af þingi samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup. Mynd: Vinstri græn

Fylgi flokka breyttist lítið á milli kannanna hjá Þjóðarpúlsi Gallup. Ein helsta breytingin er að Sósíalistaflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og mældist með 4,7 prósent fylgist. Sem myndi þó ekki duga til að koma manni inn á þing. Tekið er fram í tilkynningu Gallup að munurinn á fylgi annara flokka milli mælinga sé ekki tölfræðilega marktækur.

Þá mælist fylgi Vinstri grænna enn undir fimm prósentum. Að þessu sinni stendur fylgið í 3,5 prósentum en í júní stóð það í fjórum prósentustigum. Sem þýðir að öllu óbreyttu myndi flokkurinn þurrkast út af þingi ef gengið yrði til kosninga í dag.  

Samfylkingin mælist með mesta fylgið þar sem tæplega 28 prósent þátttakenda sögðust munu kjósa flokkinn. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,2 prósent fylgi. Miðflokkurinn viðheldur einnig þeirri fylgisaukningu sem flokkurinn hefur notið undanfarna mánuði og mælist með 14,6 prósent fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um eitt prósentustig og mælist nú 27 prósent.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Vg komnir í Gunnesfylgið ( 4,2% ) og eiga eftir að fara niður Í pilsnerfylgi ( 2,25% ). Guð veri syndugum líknsamur. Kv.Siggi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár