Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinstri græn mælast enn utan þings

Fylgi flokka breyt­ist lít­ið milli mæl­inga hjá Þjóðar­púlsi Gallup. Eina töl­fræði­lega mark­tæka breyt­ing­in er hjá Sósí­al­ista­flokki Ís­lands sem mæl­ist nú með tæp­lega fimm pró­sent fylgi. Á sama tíma mæl­ast Vinstri græn enn und­ir fimm pró­sent­um og myndu að óbreyttu þurrk­ast út af þingi.

Vinstri græn mælast enn utan þings
Fylgið breytist lítið Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi sem er tölfræðilega marktækur. Flokkurinn tekur fram úr Vinstri grænum sem myndu að öllu óbreyttu þurrkast út af þingi samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup. Mynd: Vinstri græn

Fylgi flokka breyttist lítið á milli kannanna hjá Þjóðarpúlsi Gallup. Ein helsta breytingin er að Sósíalistaflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og mældist með 4,7 prósent fylgist. Sem myndi þó ekki duga til að koma manni inn á þing. Tekið er fram í tilkynningu Gallup að munurinn á fylgi annara flokka milli mælinga sé ekki tölfræðilega marktækur.

Þá mælist fylgi Vinstri grænna enn undir fimm prósentum. Að þessu sinni stendur fylgið í 3,5 prósentum en í júní stóð það í fjórum prósentustigum. Sem þýðir að öllu óbreyttu myndi flokkurinn þurrkast út af þingi ef gengið yrði til kosninga í dag.  

Samfylkingin mælist með mesta fylgið þar sem tæplega 28 prósent þátttakenda sögðust munu kjósa flokkinn. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,2 prósent fylgi. Miðflokkurinn viðheldur einnig þeirri fylgisaukningu sem flokkurinn hefur notið undanfarna mánuði og mælist með 14,6 prósent fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um eitt prósentustig og mælist nú 27 prósent.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Vg komnir í Gunnesfylgið ( 4,2% ) og eiga eftir að fara niður Í pilsnerfylgi ( 2,25% ). Guð veri syndugum líknsamur. Kv.Siggi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár