Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Vinstri græn mælast enn utan þings

Fylgi flokka breyt­ist lít­ið milli mæl­inga hjá Þjóðar­púlsi Gallup. Eina töl­fræði­lega mark­tæka breyt­ing­in er hjá Sósí­al­ista­flokki Ís­lands sem mæl­ist nú með tæp­lega fimm pró­sent fylgi. Á sama tíma mæl­ast Vinstri græn enn und­ir fimm pró­sent­um og myndu að óbreyttu þurrk­ast út af þingi.

Vinstri græn mælast enn utan þings
Fylgið breytist lítið Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi sem er tölfræðilega marktækur. Flokkurinn tekur fram úr Vinstri grænum sem myndu að öllu óbreyttu þurrkast út af þingi samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup. Mynd: Vinstri græn

Fylgi flokka breyttist lítið á milli kannanna hjá Þjóðarpúlsi Gallup. Ein helsta breytingin er að Sósíalistaflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og mældist með 4,7 prósent fylgist. Sem myndi þó ekki duga til að koma manni inn á þing. Tekið er fram í tilkynningu Gallup að munurinn á fylgi annara flokka milli mælinga sé ekki tölfræðilega marktækur.

Þá mælist fylgi Vinstri grænna enn undir fimm prósentum. Að þessu sinni stendur fylgið í 3,5 prósentum en í júní stóð það í fjórum prósentustigum. Sem þýðir að öllu óbreyttu myndi flokkurinn þurrkast út af þingi ef gengið yrði til kosninga í dag.  

Samfylkingin mælist með mesta fylgið þar sem tæplega 28 prósent þátttakenda sögðust munu kjósa flokkinn. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,2 prósent fylgi. Miðflokkurinn viðheldur einnig þeirri fylgisaukningu sem flokkurinn hefur notið undanfarna mánuði og mælist með 14,6 prósent fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um eitt prósentustig og mælist nú 27 prósent.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Vg komnir í Gunnesfylgið ( 4,2% ) og eiga eftir að fara niður Í pilsnerfylgi ( 2,25% ). Guð veri syndugum líknsamur. Kv.Siggi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár