Mikil ógn fylgir því að Bandaríkin séu í stríði við sjálf sig,“ staðhæfði Halla nýlega í viðtali á CNN, í kjölfar tilræðisins við Trump. Með klút um hálsinn og talaði áreynslulausa amerísku, heimavön eins og við eldhúsborðið.
Ásýnd Íslands – í dag.
En á fullveldisdaginn, í aðdraganda jóla, árið 2015 brá henni þegar hún sá að skorað hafði verið á hana á Facebook að bjóða sig fram til forseta Íslands.
„Það hafði verið mikið frost og þykk snjóbreiða lá yfir öllu höfuðborgarsvæðinu. Um kvöldið tók að hlána og um miðnætti gaf þakið á heimili okkar eftir og vatn rann niður nýveggfóðraðan útvegginn í stofunni. Mér fannst húsið endurspegla mitt innra ástand,“ skrifar hún í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif. Bókina kveðst hún skrifa til að hvetja lesandann til að virkja hugrekki sitt til góðra verka, fullviss þess að hvert okkar geti haft áhrif til …
Athugasemdir (2)