Facebook hópurinn „Pírataspjallið 2“, sem er með tæplega 12 þúsund meðlimi, er nú læstur og nafninu hefur verið breytt í „Vettvanginn“. Ástæðan er sú að Píratar hafa ákveðið að aftengja hreyfinguna við spjallið.
Facebook hópurinn hefur verið til í 11 ár og var vinsæll vettvangur fyrir almenna þjóðfélagsumræðu. Umræður úr honum hafa oft borist í fjölmiðla og vakið athygli. Píratar gerðu gagngerar breytingar á spjallinu fyrir nokkrum árum og héldu umræðufund um hópinn í maí í fyrra. „Umræður hafa þar oft byggt á misskilningi og jafnvel ósannindum um Pírata,“ stóð í fundarboðinu.
Eins og stendur er ekki hægt að skrifa færslur í hópinn. Efst hefur verið fest tilkynning frá Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata, þess efnis að unnið sé að því að leggja hópinn niður.
„Kæru meðlimir Pírataspjallsins,“ segir í tilkynningunni. „Þegar Pírataspjallið var stofnað var það hugsað sem vettvangur þar sem fólk ræddi málefni Pírata. Spjallið hefur þróast töluvert og …
Athugasemdir