Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg

Látra­bjarg gæti orð­ið einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur lands­ins þann 12. ág­úst ár­ið 2026 er al­myrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá ár­inu 1954, mun eiga sér stað. Ástæð­an fyr­ir mögu­leg­um vin­sæld­um Látra­bjargs á þess­um degi er sú að lengd myrkv­ans verð­ur þar mest á land­inu.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg
Sögulegt Almyrkvi á sólu mun verða yfir Íslandi 12. ágúst 2026. Það eru vissulega tíðindi því slíkt mun ekki eiga sér stað aftur fyrr en í júní árið 2196. Mynd: AFP

Látrabjarg gæti orðið einn vinsælasti áfangastaður landsins þann 12. ágúst árið 2026 er almyrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá árinu 1954, mun eiga sér stað. Ástæðan fyrir mögulegum vinsældum Látrabjargs á þessum degi er sú að lengd myrkvans verður þar mest á landinu. Nánar tiltekið mun almyrkvi standa í tvær mínútur og 18 sekúndur rétt vestan við Látrabjarg. Til samanburðar mun hann aðeins standa í 58 sekúndur í Reykjavík.

Alskugginn nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:32:33 þennan dag. Þar mun myrkvinn standa í 1 mínútu og 57 sekúndur, segir í samantekt Sævars Helga Bragasonar, „Stjörnu-Sævars“, um atburðinn. Alskugginn yfirgefur svo Ísland við Reykjanesvita kl. 17:51:14. Í heild verður alskugginn yfir Íslandi í tæpar 19 mínútur.

Samantekt Sævars hefur verið kynnt sveitarstjórnarmönnum fyrir vestan enda er í henni bent á atriði sem þarf að huga að fyrir fram, svo sem aðgengi ferðafólks að Látrabjargi sem er varasamur staður með sínum snarbröttu klettum. Einnig þurfi að huga að viðkvæmri náttúru. „Ef viðrar vel á Vestfjörðum en illa sunnantil má búast við mikilli umferð vestur,“ bendir Sævar meðal annars á. 

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur skipað starfshóp vegna undirbúnings fyrir sólmyrkvann.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár