Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg

Látra­bjarg gæti orð­ið einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur lands­ins þann 12. ág­úst ár­ið 2026 er al­myrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá ár­inu 1954, mun eiga sér stað. Ástæð­an fyr­ir mögu­leg­um vin­sæld­um Látra­bjargs á þess­um degi er sú að lengd myrkv­ans verð­ur þar mest á land­inu.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg
Sögulegt Almyrkvi á sólu mun verða yfir Íslandi 12. ágúst 2026. Það eru vissulega tíðindi því slíkt mun ekki eiga sér stað aftur fyrr en í júní árið 2196. Mynd: AFP

Látrabjarg gæti orðið einn vinsælasti áfangastaður landsins þann 12. ágúst árið 2026 er almyrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá árinu 1954, mun eiga sér stað. Ástæðan fyrir mögulegum vinsældum Látrabjargs á þessum degi er sú að lengd myrkvans verður þar mest á landinu. Nánar tiltekið mun almyrkvi standa í tvær mínútur og 18 sekúndur rétt vestan við Látrabjarg. Til samanburðar mun hann aðeins standa í 58 sekúndur í Reykjavík.

Alskugginn nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:32:33 þennan dag. Þar mun myrkvinn standa í 1 mínútu og 57 sekúndur, segir í samantekt Sævars Helga Bragasonar, „Stjörnu-Sævars“, um atburðinn. Alskugginn yfirgefur svo Ísland við Reykjanesvita kl. 17:51:14. Í heild verður alskugginn yfir Íslandi í tæpar 19 mínútur.

Samantekt Sævars hefur verið kynnt sveitarstjórnarmönnum fyrir vestan enda er í henni bent á atriði sem þarf að huga að fyrir fram, svo sem aðgengi ferðafólks að Látrabjargi sem er varasamur staður með sínum snarbröttu klettum. Einnig þurfi að huga að viðkvæmri náttúru. „Ef viðrar vel á Vestfjörðum en illa sunnantil má búast við mikilli umferð vestur,“ bendir Sævar meðal annars á. 

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur skipað starfshóp vegna undirbúnings fyrir sólmyrkvann.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár