Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg

Látra­bjarg gæti orð­ið einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur lands­ins þann 12. ág­úst ár­ið 2026 er al­myrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá ár­inu 1954, mun eiga sér stað. Ástæð­an fyr­ir mögu­leg­um vin­sæld­um Látra­bjargs á þess­um degi er sú að lengd myrkv­ans verð­ur þar mest á land­inu.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg
Sögulegt Almyrkvi á sólu mun verða yfir Íslandi 12. ágúst 2026. Það eru vissulega tíðindi því slíkt mun ekki eiga sér stað aftur fyrr en í júní árið 2196. Mynd: AFP

Látrabjarg gæti orðið einn vinsælasti áfangastaður landsins þann 12. ágúst árið 2026 er almyrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá árinu 1954, mun eiga sér stað. Ástæðan fyrir mögulegum vinsældum Látrabjargs á þessum degi er sú að lengd myrkvans verður þar mest á landinu. Nánar tiltekið mun almyrkvi standa í tvær mínútur og 18 sekúndur rétt vestan við Látrabjarg. Til samanburðar mun hann aðeins standa í 58 sekúndur í Reykjavík.

Alskugginn nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:32:33 þennan dag. Þar mun myrkvinn standa í 1 mínútu og 57 sekúndur, segir í samantekt Sævars Helga Bragasonar, „Stjörnu-Sævars“, um atburðinn. Alskugginn yfirgefur svo Ísland við Reykjanesvita kl. 17:51:14. Í heild verður alskugginn yfir Íslandi í tæpar 19 mínútur.

Samantekt Sævars hefur verið kynnt sveitarstjórnarmönnum fyrir vestan enda er í henni bent á atriði sem þarf að huga að fyrir fram, svo sem aðgengi ferðafólks að Látrabjargi sem er varasamur staður með sínum snarbröttu klettum. Einnig þurfi að huga að viðkvæmri náttúru. „Ef viðrar vel á Vestfjörðum en illa sunnantil má búast við mikilli umferð vestur,“ bendir Sævar meðal annars á. 

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur skipað starfshóp vegna undirbúnings fyrir sólmyrkvann.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár