Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg

Látra­bjarg gæti orð­ið einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur lands­ins þann 12. ág­úst ár­ið 2026 er al­myrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá ár­inu 1954, mun eiga sér stað. Ástæð­an fyr­ir mögu­leg­um vin­sæld­um Látra­bjargs á þess­um degi er sú að lengd myrkv­ans verð­ur þar mest á land­inu.

Myrkvinn mun vara lengst við Látrabjarg
Sögulegt Almyrkvi á sólu mun verða yfir Íslandi 12. ágúst 2026. Það eru vissulega tíðindi því slíkt mun ekki eiga sér stað aftur fyrr en í júní árið 2196. Mynd: AFP

Látrabjarg gæti orðið einn vinsælasti áfangastaður landsins þann 12. ágúst árið 2026 er almyrkvi á sólu, sá fyrsti sem sést hér á landi frá árinu 1954, mun eiga sér stað. Ástæðan fyrir mögulegum vinsældum Látrabjargs á þessum degi er sú að lengd myrkvans verður þar mest á landinu. Nánar tiltekið mun almyrkvi standa í tvær mínútur og 18 sekúndur rétt vestan við Látrabjarg. Til samanburðar mun hann aðeins standa í 58 sekúndur í Reykjavík.

Alskugginn nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:32:33 þennan dag. Þar mun myrkvinn standa í 1 mínútu og 57 sekúndur, segir í samantekt Sævars Helga Bragasonar, „Stjörnu-Sævars“, um atburðinn. Alskugginn yfirgefur svo Ísland við Reykjanesvita kl. 17:51:14. Í heild verður alskugginn yfir Íslandi í tæpar 19 mínútur.

Samantekt Sævars hefur verið kynnt sveitarstjórnarmönnum fyrir vestan enda er í henni bent á atriði sem þarf að huga að fyrir fram, svo sem aðgengi ferðafólks að Látrabjargi sem er varasamur staður með sínum snarbröttu klettum. Einnig þurfi að huga að viðkvæmri náttúru. „Ef viðrar vel á Vestfjörðum en illa sunnantil má búast við mikilli umferð vestur,“ bendir Sævar meðal annars á. 

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur skipað starfshóp vegna undirbúnings fyrir sólmyrkvann.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár