Mér hefur stundum fundist fyndið þegar talað er um að einhver sé misskilinn.
Þessi virkar svona og hinsegin, en ég held að hún sé svolítið misskilin.
Svolítið fyndið, og líka svolítið fallegt. Við erum jú öll alls konar og tekst misvel að koma því til skila fyrir hvað við stöndum. Sjálf fékk ég á tímabili nokkuð oft spurningar og yfirlýsingar á þessa leið:
- Er ekki allt í lagi?
- Þú virkar svo alvarleg/fúl.
- Ég hélt að þú fílaðir mig ekki/værir frekar merkileg með þig. En svo ertu allt öðruvísi en ég hélt.
Það tók mig þó nokkurn tíma að átta mig á því að fólk á til að lesa í það hvernig ég er á svipinn og draga alvarlegri ályktanir en minn innri veruleiki gefur tilefni til. Svo rakst ég á fyrirbæri sem á ensku kallast „resting bitch-face“. Fyrirbærið hefur verið rannsakað af ýmsum fræðingum og á …
Athugasemdir