Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
Sláandi niðurstöður Þegar skýrslan leit dagsins ljós vakti hún strax mikla athygli og umræðu. Sumir lofuðu skýrsluna fyrir skýra framsetningu á ískyggilegri þróun. Á meðan aðrir hafa gagnrýnt aðferðfræði og ályktanirnir sem dregnar eru fram í skýrslunni Mynd: /Stjórnarráð Íslands

Nýleg úttekt á stöðu drengja í skólakerfinu, sem unnin var að beiðni mennta- og barnamálaráðuneytisins og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, kostaði um 13,7 milljónir króna auk virðisaukaskatts, samtals um 17 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytanna við fyrirspurn Heimildarinnar. Tryggvi Hjaltason, sem starfar sem greinandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og gegnir formennsku í Hugverkaráði hjá Samtökum iðnaðarins, er aðalhöfundur skýrslunnar.

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, að Tryggvi hafi verið ráðinn í verkið af ráðuneytinu „vegna víðtækrar reynslu sinnar af greiningu gagna og stefnumótun, hegðunarrannsóknum og afrekskerfum, en hann leiddi jafnframt sjálfstæðan aðgerðahóp aðila í samfélaginu sem kallaði eftir umbótum á þessu sviði“.

Vinnan við gerð úttektarinnar tók um eitt og hálft ár og fyrir verkið fékk Tryggvi samtals greitt 13.717.000 króna auk virðisaukaskatts. 

„Vinnan sem Tryggvi tók að sér fyrir ráðuneytið var fjölbreytt og fól í sér gagnaöflun og greiningu …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Þórðardóttir skrifaði
    Mjög sérkennilegt að ekki hafi verið leitað til þeirra sem hafa langa og góða rannsóknarreynslu í málefnum sem krefjast djúprar þekkingar á kynjafræðum t.d. sérfræðinga í H.Í.
    5
    • Heimir Jóhannsson skrifaði
      Tryggvi kemur með ferska sýn og utan frá inn í umræðuna sem hefur vantað mjög. Og að reyna að ,,ógilda" hann og minnka hans innlegg í umræðuna er dæmigert. Honum er boðið þar með upp á það sama og karli sem reynir að ráða sig inn í grunnskóla eða leikskóla án þess að vera með réttu skoðanirnar. En nákvæmlega þetta er stóra vandamálið í þessu dæmi öllu. Að láta menntavísindasviðsfólk eða hina kynlegu kynjafræðideild rannsaka málið er eins og að láta verkfræðistofu rannsaka orsakir myglu í húsi sem hún hannaði sjálf. Nei takk.
      1
  • Þessi Tryggvi er auðvitað vel innlimaður í xd mafíuna!
    2
  • Kristín Þorsteinsdóttir skrifaði
    ,,Þá hafa margir sett spurningarmerki við valið á skýrsluhöfundi. Þar sem bent er á að Tryggi hafi hvorki reynslu né menntun á þeim sviðum sem snerta skólastarf og menntamál." Þetta getur ekki talist faglegt.
    11
    • Heimir Jóhannsson skrifaði
      Þegar einhver stofnun eða fyrir tæki er að fótum komið vegna óhóflegrar ,,sjálfstýringar, sjálfsaðhalds, sjálfskýringa og sjálfsmeðvirkni" þarf utanaðkomandi aðila til að kíkja á dæmið. Þetta er alþekkt hvað varðar stofnanir og fyrirtæki. Því er það mjög faglegt að fá Tryggva í þetta dæmi. Hann hefur sjaldgæfa menntun, hér á íslandi, til að taka á stóru vandamáli innan skólakerfisins sem er skortur á aga og virðingu innan skólakerfisins á mörgum ,,hæðum" þess og ekki síst hvað varaðar suma stjórnendur.
      0
  • Finnst kjosendum þessum peningum vel varið?
    -1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Milljón a mánuði fyrir aukavinnu ? Hreinræktauð spilling auðvitað a kostnað almennings því ef hann er svona reynslubolti þa tekur þetta fáeina mánuði i versta falli. Full vinna lögmanns i þrjá mánuði með 30000 a tímann.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár