Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
Sláandi niðurstöður Þegar skýrslan leit dagsins ljós vakti hún strax mikla athygli og umræðu. Sumir lofuðu skýrsluna fyrir skýra framsetningu á ískyggilegri þróun. Á meðan aðrir hafa gagnrýnt aðferðfræði og ályktanirnir sem dregnar eru fram í skýrslunni Mynd: /Stjórnarráð Íslands

Nýleg úttekt á stöðu drengja í skólakerfinu, sem unnin var að beiðni mennta- og barnamálaráðuneytisins og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, kostaði um 13,7 milljónir króna auk virðisaukaskatts, samtals um 17 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytanna við fyrirspurn Heimildarinnar. Tryggvi Hjaltason, sem starfar sem greinandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og gegnir formennsku í Hugverkaráði hjá Samtökum iðnaðarins, er aðalhöfundur skýrslunnar.

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, að Tryggvi hafi verið ráðinn í verkið af ráðuneytinu „vegna víðtækrar reynslu sinnar af greiningu gagna og stefnumótun, hegðunarrannsóknum og afrekskerfum, en hann leiddi jafnframt sjálfstæðan aðgerðahóp aðila í samfélaginu sem kallaði eftir umbótum á þessu sviði“.

Vinnan við gerð úttektarinnar tók um eitt og hálft ár og fyrir verkið fékk Tryggvi samtals greitt 13.717.000 króna auk virðisaukaskatts. 

„Vinnan sem Tryggvi tók að sér fyrir ráðuneytið var fjölbreytt og fól í sér gagnaöflun og greiningu …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Þórðardóttir skrifaði
    Mjög sérkennilegt að ekki hafi verið leitað til þeirra sem hafa langa og góða rannsóknarreynslu í málefnum sem krefjast djúprar þekkingar á kynjafræðum t.d. sérfræðinga í H.Í.
    5
    • Heimir Jóhannsson skrifaði
      Tryggvi kemur með ferska sýn og utan frá inn í umræðuna sem hefur vantað mjög. Og að reyna að ,,ógilda" hann og minnka hans innlegg í umræðuna er dæmigert. Honum er boðið þar með upp á það sama og karli sem reynir að ráða sig inn í grunnskóla eða leikskóla án þess að vera með réttu skoðanirnar. En nákvæmlega þetta er stóra vandamálið í þessu dæmi öllu. Að láta menntavísindasviðsfólk eða hina kynlegu kynjafræðideild rannsaka málið er eins og að láta verkfræðistofu rannsaka orsakir myglu í húsi sem hún hannaði sjálf. Nei takk.
      1
  • Þessi Tryggvi er auðvitað vel innlimaður í xd mafíuna!
    2
  • Kristín Þorsteinsdóttir skrifaði
    ,,Þá hafa margir sett spurningarmerki við valið á skýrsluhöfundi. Þar sem bent er á að Tryggi hafi hvorki reynslu né menntun á þeim sviðum sem snerta skólastarf og menntamál." Þetta getur ekki talist faglegt.
    11
    • Heimir Jóhannsson skrifaði
      Þegar einhver stofnun eða fyrir tæki er að fótum komið vegna óhóflegrar ,,sjálfstýringar, sjálfsaðhalds, sjálfskýringa og sjálfsmeðvirkni" þarf utanaðkomandi aðila til að kíkja á dæmið. Þetta er alþekkt hvað varðar stofnanir og fyrirtæki. Því er það mjög faglegt að fá Tryggva í þetta dæmi. Hann hefur sjaldgæfa menntun, hér á íslandi, til að taka á stóru vandamáli innan skólakerfisins sem er skortur á aga og virðingu innan skólakerfisins á mörgum ,,hæðum" þess og ekki síst hvað varaðar suma stjórnendur.
      0
  • Finnst kjosendum þessum peningum vel varið?
    -1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Milljón a mánuði fyrir aukavinnu ? Hreinræktauð spilling auðvitað a kostnað almennings því ef hann er svona reynslubolti þa tekur þetta fáeina mánuði i versta falli. Full vinna lögmanns i þrjá mánuði með 30000 a tímann.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu