Nýleg úttekt á stöðu drengja í skólakerfinu, sem unnin var að beiðni mennta- og barnamálaráðuneytisins og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, kostaði um 13,7 milljónir króna auk virðisaukaskatts, samtals um 17 milljónir króna.
Þetta kemur fram í svari ráðuneytanna við fyrirspurn Heimildarinnar. Tryggvi Hjaltason, sem starfar sem greinandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og gegnir formennsku í Hugverkaráði hjá Samtökum iðnaðarins, er aðalhöfundur skýrslunnar.
Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, að Tryggvi hafi verið ráðinn í verkið af ráðuneytinu „vegna víðtækrar reynslu sinnar af greiningu gagna og stefnumótun, hegðunarrannsóknum og afrekskerfum, en hann leiddi jafnframt sjálfstæðan aðgerðahóp aðila í samfélaginu sem kallaði eftir umbótum á þessu sviði“.
Vinnan við gerð úttektarinnar tók um eitt og hálft ár og fyrir verkið fékk Tryggvi samtals greitt 13.717.000 króna auk virðisaukaskatts.
„Vinnan sem Tryggvi tók að sér fyrir ráðuneytið var fjölbreytt og fól í sér gagnaöflun og greiningu …
Athugasemdir (7)