Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Börn og fullorðnir öskruðu af ótta, særð af sársauka“

Loft­árás­ir á Kænu­garð höfðu skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér.

„Börn og fullorðnir öskruðu af ótta, særð af sársauka“
Brak af spítalanum Viðbragðsaðilar hífa í burt brak úr tveggja hæða byggingu eiturefnafræðideildar spítalans.

Rússar skutu fjörutíu eldflaugum á borgir víðs vegar um Úkraínu á mánudag, þann 8. júlí. Staðfest hefur verið að að minnsta kosti 37 létust og 150 slösuðust í árásunum. 

Í höfuðborginni lét að minnsta kosti 31 lífið, þeirra á meðal fjögur börn. Árásin er sú alvarlegasta í rúma fjóra mánuði og ein sú mannskæðasta í stríðinu, en sjö af tíu hverfum borgarinnar urðu fyrir loftárás.

Á meðal skotmarka í Kænugarði má nefna fjölbýlishús sem féll saman með þeim afleiðingum að tólf létust undir rústunum. Á meðal hinna látinna voru þrjú börn á aldrinum átta til fjórtán ára. Alls slösuðust 25 til viðbótar þegar húsið hrundi. Á einkafæðingarhúsi létu níu lífið og átta slösuðust. Og á Okhmatdyt-barnaspítalanum létust tveir og minnst 300 slösuðust, þeirra á meðal börn. 

Gengið fráViðbragðsaðilar ganga frá búnaði eftir erfiðan dag.
Björgun barnaStarfsmenn sjúkrahússins aðstoða við björgunarstörf.
Fylgst meðÚkraínska blaðakonan Kristina Berdynskykh fylgist áhyggjufull …
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Öllum þeim sem vilja "friðarviðræður" við Rússland má benda á að slíkar viðræður voru í gangi alveg frá byrjun innrásarinnar en snarlega hætt eftir Bucha-voðaverkin.
    Ekki skapa voðaverk rússa síðan þá (leikhús í Mariupol, rán úkrainskra barna til Rússlands, meðferð stríðsfanga o.fl.) traustið sem þarf til að semja.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár