Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu

Reglulega birtir Hagstofa Íslands mælingar á þróun launa hjá starfandi fólki í landinu. Niðurstöðurnar rata síðan í fréttir hjá helstu fjölmiðlum landsins. Í fyrirsögnum slíkra frétta er því gjarnan slegið upp að meðallaun í landinu séu með þeim hæstu í heiminum. 

„Meðallaun voru 935 þúsund krónur í fyrra“, er til að mynda fyrirsögn á frétt RÚV sem birtist fyrir nokkru síðan. Í fréttinni er gert grein fyrir niðurstöðum sem birtar voru í vorskýrslu kjaratölfræðinefndar sem var gefin út 20. júní síðastliðinn. Skýrslan var unnin í nánu samstarfi við Hagstofu Íslands.

Í umræddri frétt er sagt frá því að laun hafi að meðaltali hækkað um 11,1 prósent í kjölfar síðustu kjarasamningalotu frá 2022 til 2024. Meðallaun á Íslandi séu nú þau hæstu meðal allra OECD-ríkja þegar leiðrétt hefur fyrir verðlagi.  

Marga rekur eflaust í rogastans við lestur á slíkum fyrirsögnum. Ekki er ósennilegt að mörgum þyki talan óeðlilega há svo …

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Millistétt í molum

„Það er ekkert eftir“
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár