KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gengið frá samningum um kaup á meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska (KN). Vikudagur greindi fyrst frá þessu í gærkvöldi.

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir sem eiga 57% hlutafjár í Kjarnafæði, og stofnuðu fyrirtækið fyrir fjórum áratugum, hafa  samþykkt að selja fyrirtækið til Kaupfélags Skagfirðinga. Meðeigendur bræðranna, í kringum 400 bændur sem eiga 43% hlut í Kjarnafæði, í gegnum félagið Búsæld ehf., hafa einnig fengið tilboð í sína hluti. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur KS boðið um tvo og hálfan milljarða króna í Kjarnafæði. Í kringum 1.500 milljónir króna renna því til bræðranna og milljarður króna færi til bændanna sem eiga Búsæld, taki þeir tilboðinu.

Kjósa
55
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    . Þetta er sorgardagur fyrir Neytendur og Glæpsamlegt athæfi hja Alþingi, Matar verð hækka og Okur aukast mikið. Kaupfelag Skagfirðinga er Glæpa Samkvunta það er Storveldi i Utgerð og öðrum viðskiptum. Þeir eiga nu Felög a Höfuð borgar svæðinu Maiones Verksmiðju og Hamgorgarastaði og otalmargt sem gefur pening i aðra hönd. Heimilin munu Blæða fyrir svona Hakalla sem eru Ovinir Neitands Okur Hundar, nefna ma Ali sem a Svinabu og kjötvinslu Lifland sem a Hænsnabu a Vatnleysuströnd með 100.000 hænur rekið a SNYKJUSTIRA BOTUM og annað i Arnessyslu Þessir firar Aka um a Luxux Kerrum og Neytandinn heldur þessum Vesalingum Gangandi. SS sem er Mafiufelag og Mjolkursamsalan öll þessi felög þarf að Brjota upp. Ferðamönum a eftir að snarfækka næstu 5 arin. Island er Stimplað inn sem Land með dyrasta mat i heimi. Þessi Glæpafelög eiga TOLLKOTA og flitja in Kjötvörur i Massavis þa Þorolfur a Sauðarkroki. Rikistjornin er Baneitruð og þarf að Hætta Strax
    Þeir hafa leikið þjodina Gratt. Kvernig er Husnæðis Verðið. Það eina sem getur Bjarkað Þjoðini er AÐILD AÐ EVROPU BANDALAGININU OG FRJALS INFLUTNINGUR MATVÆLA.
    Kvað varð um SIS og Samvinnuhreifinguna, og X B Sem mun ÞURKAST UT I NÆSTU KOSNINGUM.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    xB mafían
    3
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Það mega þeir eiga, blessaðir Framsóknarmennirnir, að þeir gera enga tilraun til að fela spillinguna. Flokkast líklega sem siðblinda. Allt fer þetta síðan fram í boði Vg og Sj.fl.
    4
    • Sigmundur Gretarsson skrifaði
      Framsóknarmenn allra flokka standa alltaf saman.
      0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Er ekki best að kjósa bara Framsókn.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnismál

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár