Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð

Sex­tán baðlón eru á teikni­borð­inu um land allt en ell­efu eru fyr­ir í rekstri. Heim­ild­in kort­legg­ur hvaða at­hafna­menn standa að nýj­asta æð­inu í ferða­manna­brans­an­um.

Tvöfalt fleiri baðlón í bígerð
Bláa lónið er umsvifamest á markaði baðlóna. Mynd: Golli

Um síðustu mánaðamót opnuðu Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum. Bláa lónið rekur þetta nýjasta baðlón Íslands en með opnun þess eru baðlón landsins orðin ellefu talsins. Eru þar fyrir utan ótaldar almenningssundlaugar, einkasundlaugar, náttúrulaugar og minni svæði með baðaðstöðu.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda eru nú hátt á annan tug baðlóna ýmist á teikniborðinu eða á framkvæmdastigi víðs vegar um landið.

Bláa lónið hf. er umsvifamest á markaðnum. Ekki aðeins rekur fyrirtækið samnefnda lónið við Svartsengi, sem hefur reglulega þurft að loka undanfarið ár vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga, heldur kemur það að rekstri margra annarra baðlóna um land allt. Fyrirtækið er hluteigandi að GeoSea á Húsavík, Mývatn Earth Lagoon, Vök Baths við Egilsstaði og Fontana Laugarvatni.

Þá rekur fyrirtækið Hálendisböðin nýopnuðu í Kerlingarfjöllun og stefnir bæði að opnun Fjallabaðanna í Þjórsárdal, eða „The Mountain Retreat“, árið 2027, með …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Miðað við verðlagninguna í dag sem gerir ferð í baðlón fyrir fjölskyldu óframkvæmanlega hlýtur þetta fólk að hafa aðgang að kristalskúlu sem jafnvel Völvan yrði montin af. Manni dettur minnkarækt í hug, laxeldið þá og nú, ferðabúblan um allt land með súpudiskinn á 4.000 kr í hug. Ofbirta í augun vegna skínandi gulls sem framtíðarsýn þessa framsýna fólks ber með sér.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár