Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Seinasta vísíteringin: „Það var mjög langt að fara, til dæmis með lík“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up Ís­lands vísíter­aði eitt af­skekkt­asta bæn­hús lands­ins á dög­un­um þeg­ar hún fór til Furu­fjarð­ar á Strönd­um. Golli ljós­mynd­ari slóst í för með Agnesi.

Séra Agnes M. Sigurðardóttir reimaði á sig gönguskóna þegar hún heimsótti Furufjörð á dögunum.

„Ég er að vísítera hér núna, heimsækja bænhúsið, eins og ég hef gert við kirkjur landsins undanfarin tólf ár,“ segir séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem á dögunum gerði sér ferð í Furufjörð á Ströndum. Þetta er stuttur en breiður fjörður fyrir opnu hafi, á mörkum Stranda og Hornstranda en vesturströnd fjarðarins er innan Hornstrandafriðlandsins. 

Við altarið.Bænhúsið í Furufirði var vígt 1902.

Bænhúsið var byggt árið 1899 og vígt 1902. Undanfarin ár hefur þar mikið viðhald farið fram, en húsið er friðlýst. „Nú er þetta orðið glæsilegt hús og fallegt,“ segir Agnes. 

Flestir þeir sem létust í Grunnavíkursókn norðan Skorarheiðar eftir aldamótin 1900 eru grafnir við bænhúsið. „Kirkjan þeirra var í Grunnavík og það var mjög langt að fara, til dæmis með lík, alla leið frá Ströndum og í Grunnavík, sérstaklega þegar veður var vont um vetur. Þess vegna var þetta bænhús byggt,“ segir hún. 

Kunnug staðháttum.Sigrún Guðmundsdóttir er elst þeirra systkina sem nú eiga sumarhús í Furufirði. Hún tók á móti biskup og leiðsagði um svæðið.

Enn kemur fyrir að haldnar séu messur í bænhúsinu þó fjörðurinn sé afskekktur. „Ég hef einu sinni gift hérna, í messu reyndar, þannig að það er svona ein og ein athöfn,“ segir Agnes. 

Samkvæmt starfskyldum biskups Íslands skal hann vísítera allar kirkjur landsins á minnst tíu ára fresti. Í heimsókn sem þessari tekur biskup út kirkjuna, skráir kirkjugripina „og sé til þess að allt sé eins og það á að vera þó þetta sé kirkja í eyðibyggð,“ segir Agnes. Kórónuveirufaraldurinn tafði biskup eilítið í þessum erindagjörðum en nú er hún búin að fara í nánast allar kirkjurnar. 

Á gúmmíbát með björgunarvesti.Til að komast í Furufjörð þarf að sigla úr Norðurfirði á Ströndum. Engin hafnaraðstaða er til staðar í Furufirði og því þarf að ferja ferðalanga í land á gúmmíbátum.


Er þetta þá síðasta bænhúsið á þessum lista sem þú ert að heimsækja?

„Já, það má segja það, að þetta sé síðasta, eða með þeim allra síðustu. Það kann að vera að ég fari í tvær, þrjár kirkjur í viðbót í fámenni byggðum en ég veit ekki hvort það næst,“ segir Agnes sem er að láta af embætti biskups. 

Guðrún Karls Helgadóttir, nýkjörin biskup, tekur formlega við embættinu í dag, 1. júlí. Hún verður hins vegar ekki vígð fyrr en 1. september og fyrir það mun hún ekki sinna verkefnum á borð við að vígja presta og kirkjur, slíkt verður þangað til áfram í höndum Agnesar. 

Kannast við nöfnin.Agnes á ættir að rekja til Grunnavíkurhrepps hins forna og kannast því við mörg nöfn á krossum kirkjugarðarins.

En Agnes hefur sjálf persónulega tengingu við bænhúsið í Furufirði. 

„Já, móðurfólk mitt er hér úr þessum hreppi, Grunnavíkurhreppi hinum forna, og ég sé hérna í kirkjugarðinum nöfn sem ég kannast við úr minni ætt,“ segir hún

Nú ertu hér sex dögum eftir að þú varst að predika í Dómkirkjunni í fullum skrúða, hér ertu í gönguskóm og með ullarhúfu í þessum fáfarna firði. Eru einhverjar sérstakar athafnir biskups sem þú átt eftir að sakna meira en aðrar þegar haustið kemur?

„Ég hef ekki hugsað út í það. Örugglega á ég eftir að sakna einhvers eins og alltaf er. Þetta er búinn að vera ágætis tími, góður tími, og eins og þú sérð þá er þetta starf mjög fjölbreytt, að vera biskup. Maður hittir mjög margt fólk, gott fólk , til dæmis þetta fólk sem ég hitti á visitasíum sem er úti um allt land og vill gera kirkjunum og bænahúsunum til góða. Það er náttúrulega bara frábært fyrir okkur öll sem hér búum á landinu,“ segir hún. 

Horft til baka.Það var fínt í sjóinn þegar Agnes beið þess af vera flutt aftur um borð í bátinn sem flutti hana úr Furufirði og áleiðis heim.

Agnes er í forsíðuviðtali Heimildarinnar þar sem hún ræðir áskoranir í lífi og störfum, sambandið við Guð, sýn hennar á samfélagið og erindi þjóðkirkjunnar. Hér má lesa viðtalið í heild sinni.








Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár