Hvaðan komu Georgíumenn?

Fram­ganga georgíska lands­liðs­ins á EM hef­ur vak­ið verð­skuld­aða at­hygli. Í ljós hef­ur kom­ið að fá­ir í okk­ar heims­hluta þekkja mik­ið til Georgíu, þótt land­ið eigi sér ein­hverja lengst sögu sem mann­kyns­sag­an kann frá að greina.

Hvaðan komu Georgíumenn?
Khvicha Kvaratskhelia fótboltamaður verður ugglaust meiri þjóðardýrlingur Georgíumanna á næstunni en Davíð konungur eða Tamar drottning.

Sá gríðarlegi fögnuður sem braust út í Georgíu þegar landslið karla í fótbolta vann Portúgal á dögunum sýnir og sannar að hvað sem líður hnussi yfir peningavæðingu íþróttarinnar, þá skiptir samt eiginlega ekkert meira máli við að efla þjóðarstolt og þjóðarsamstöðu en fótbolti — og gildir einu hvar í heimi er.

Og morgundagurinn, sunnudagurinn 30. júní 2024, mun ævinlega verða skráður í sögubækur Georgíu, hvernig sem fer gegn Spánverjum í 16 liða úrslitum Evrópumótsins.

Hér verða skoðuð fáein atriði úr sögu og menningu Georgíumanna.

Íbúafjöldi er um 3,7 milljónir, það er að segja Georgíumenn eru tíu sinnum fleiri en Íslendingar sem voru spútniklið Evrópumótsins 2016.

Þótt Georgía sé þannig í hópi fámennra þjóða eru nokkrar álíka litlar þjóðir rómaðar fyrir afrek í fótbolta. Þar ber hæst Úrúgvæa (3,4 milljónir) og Króata (3,9). Önnur sjálfstæð ríki með íbúa milli þriggja og fjögurra milljóna eru Panama (4 milljónir), Eritrea (3,7), Mongólía (3,5), Bosnia (3,2), Armenía og Namibía (3).

Georgía er rétt tæpir 70.000 ferkílómetrar að stærð sem þýðir að landið er rúmlega tveir þriðju af Íslandi. Álíka stór lönd eru Írland, Sri Lanka og Litháen.

Georgía. Tvö héruð landsins eru undir stjórn Rússa sem lögðu þau undir sig með hervaldi 2008.Rússar óttuðust að Georgíumenn myndu brátt ganga í NATO til að létta af sér áhyggjum af ásælni Rússa sjálfra. Þeir þóttust þá koma til varnar þjóðarbrotum í Suður-Ossetíu og Abkasíu, sem Georgíumenn hefðu ofsótt. Nákvæmlega sömu aðferð beittu þeir 2014 í Úkraínu þegar þeir hrifsuðu Krímskaga og stóran hluta Donbass af heimamönnum.

Georgíska er langútbreiddasta tungumálið í landinu. Málfræðingar tala raunar um kartvelísku sem skiptist svo í fjögur eða fimm undir-mál, ef svo má segja, en þau eru svo skyld og svipuð hvert öðru að í venjulegum blaðatexta er óhætt að tala um eitt tungumál.

Athygli vekur að georgíska (eða kartvelíska) er ekki skyld neinum öðrum öðrum tungumálum og tilheyrir því sinni eigin málafjölskyldu.

Sú er reyndar raunin um fleiri tungumál í Kákasus-fjöllum þar sem mikill fjöldi þjóða og þjóðarbrota býr í fjalladölunum.

Georgíska er þannig ekkert skylt nágrannamálunum, hvorki rússnesku né armensku, tyrknesku né írönsku né arabísku.

Til samanburðar er íslenska hluti af indó-evrópsku málafjölskyldunni.

Byggð hefur verið í Georgíu frá því löngu fyrir öróf landa en á öðru árþúsundi FT má finna þar ummerki um skipulögð smáríki. Grikkir, sem tóku að sigla inn á Svartahaf á öndverðu fyrsta árþúsundi, kölluðu strönd Georgíu Kolkis og þaðan var Medea konungsdóttir sem fræg varð — eða alræmd — í grískum goðsögum og bókmenntum og ég segi frá síðar.

Næsta árþúsundið risu og hnigu ýmis ríki í Georgíu en fátt er um flest þeirra vitað. Nágrannar í Pontus (á norðurströnd Tyrklands) og Armeníu (suðaustur af Georgíu) gerðu sig gildandi en Georgíumenn komu lítt til sögur.

Þó er vitað að oft voru tvö ríki á meginhluta þess svæðis sem nú heitir Georgía — annað við ströndina og verslaði við gríska og aðra vestræna kaupmenn og var um tíma undir stjórn Rómverja, en hitt var inni í landinu, kallaðist stundum Íbería en oftar Kartlí, og hafði meiri tengsl við stórveldin í suðri, hvað sem þau hétu á hverjum tíma: Persía, Parþía, aftur Persía ...

Frá þessum tíma mun stafa mismunandi bragur á eftirnöfnum Georgíumanna en eins og þeir sem fylgjast með gangi Georgíu á Evrópumótinu hafa tekið eftir, þá enda nöfn þeirra langflestra ýmist á -svílí eða -adze.

Heilög Nino. Ævi hennar er hjúpuð helgisögum og þjóðsögum en ætla má að einhver fótur sé fyrir því að hún hafi átt mikinn þátt í kristnun Georgíu.Það er alla vega ljóst að þegar kirkjufeður Georgíu fóru að festa á blað sögur um hvernig það vildi til að Georgíumenn tóku kristni svo snemma, þá hefðu þeir varla þakkað það óbreyttri konukind nema af því eitthvað þvíumlíkt hafi gerst í raun og veru.

Fyrri endingin þróaðist í Kolkis-löndum við ströndina og þýðir „afkomandi“. Fyrri hlutinn á yfirleitt við héruð eða ættir en síður við einstaklinga, þó þess séu dæmi. Seinni endingin -dze þýðir hins vegar ósköp einfaldlega -son og var notað á sama hátt og íslensk föðurnöfn þótt nú hafi -dze nöfnin þróast yfir í ættarnöfn.

Einhvern tíma um eða rétt upp úr árinu 300 ET gerðist sá óvænti atburður að Georgíumenn tóku kristni. Þar voru Íberíumenn fyrstir og samkvæmt þjóðsögum var það kona sem stóð fyrir kristnivæðingunni. Hún mun hafa heitið Nino og var kristin þjónustustúlka útlenskrar stúlku sem kóngurinn í Íberíu vildi giftast. Hann var blindur en með því að hlýða á prédikun Nino fékk hann sjónina á ný.

Hvernig þetta gerðist í raun og veru er ekki vitað en væntanlega hefur konan Nino komið þar verulega við sögu, annars hefðu sögurnar um hana ekki orðið til.

Og altént er ljóst að Georgíumenn voru meðal þeirra allra fyrstu sem tóku kristni, ásamt nágrönnum sínum Armenum.

Í Georgíu annars vegar og Armeníu hins vegar þróuðust aftur á móti sjálfstæðar kirkjudeildir og þótt ýmislegt sé skylt með þeim skilur annað á milli — og báðar kirkjurnar halda fast í sjálfstæði sitt.

Eftir að Georgíumenn tóku kristni þróuðu þeir sitt eigið letur til að tjá guðstrú sína á bókum og er georgíska letrið einstakt í sinni röð í heiminum.

Georgíska stafrófið er einstakt í sinni röð í heiminum.

Svo liðu ár og aldir og farið var að kalla konungsríkið Íberíu Georgíu. Það var oft ekki með hýrri há og undir járnhæl öflugra nágranna í suðri en náði þó ævinlega að halda í eigið tungumál, trú og menningu. Þegar Arabar lögðu undir sig mestöll Miðausturlönd og útbreiddu íslam meðal annars til Persíu, þá brugðust Georgíumenn við með því að eflast um allan helming.

Þeir stóðust líka Tyrkjum snúning þegar þeir birtust á svæðinu í nokkrum bylgjum um árið 1000 ET. Davíð 4. var sögufrægur um 1100 og styrkti mjög stoðir ríkisins með hernaði og uppbyggingu allskonar.

Um þetta leyti voru Georgíumenn orðnir víðfrægir um öll lönd fyrir hreysti í hernaði og þolgæði.

Um 1200 var ríki Georgíumanna harla staffírugt orðið, réði þá nálega öllum Kákasusfjöllum og hafði gert mörg nágrannaríki að leppum sínum.

Gullöld Georgíu um 1200.Konungsríki Tamar drottningar er hér rauðguls en leppríki ýmis bæði í norðri og suðri og langar leiðir meðfram ströndum Svartahafs.

Þá var „gullöld Georgíu“ sem kölluð var og athyglisvert er að aftur skýtur sterk kona upp kollinum í sögu Georgíu — Tamar drottning ríkti ein á konungsstóli 1184-1213 og var hún enginn eftirbátur Davíðs langafa síns að skörungsskap.

Tamar drottning.Hún var af Bagration-ættinni sem réði Georgíu öldum saman.

Fyrri eiginmaður hennar var Júrí Rússaprins frá Novgorod og hugðist hún nota hann sem herforingja gegn Tyrkjum en þegar í ljós kom að hann var skálkur hinn versti, ofbeldisseggur, drykkjubolti, nauðgari og ég veit ekki hvað, þá skildi Tamar við hann og sendi hann í útlegð.

Áratug eftir að Tamar dó hófst hnignun Georgíu og tók skemmri tíma en nokkurn hefði órað fyrir á gullaldarskeiðinu. Fyrst lagði persneskur fursti Kwarazmiaríkisins Georgíu undir sig og mun hafa látið aflífa 100.000 manns sem ekki vildu játast undir íslam.

Eflaust er talan eitthvað ýkt en mikið blóðbað hefur þó átt sér stað þarna og „píslarvottarnir 100.000“ eiga sér tryggan stað í sagnaheimi og menningu Georgíumanna. Tíu árum síðar, þegar ríkið var örlítið farið að rétta úr kútnum, birtust svo Mongólar og eirðu engu.

Næstu tvær aldir urðu Georgíumenn yfirleitt að sitja og standa eins og Mongólum og arftökum þeirra þóknaðist og þótt öflugir kóngar virtust stundum á barmi þess að heyja í endurreisn gullaldarríkisins, þá tókst það aldrei alveg og ríkið hrundi á ný.

Jósef Djúgasvilí.Hefnd Georgíumanna?

Þegar Mongólar voru horfnir úr sögunni á fimmtándu öld varð Georgía hins vegar leiksoppur tveggja öflugra stórvelda í suðri, Ottómanaveldis Tyrkja og nýs Persaveldis. Þá var stundum svo illa komið fyrir ríki Georgíumanna að þeir urðu að láta sér lynda að Persar kæmu þar fyrir múslimskum höfðingjum og kölluðu konunga. 

Er kom fram á 18. öld hafði Persaveldi hins vegar hnignað og hnignun Ottómana var þá einnig að hefjast. Georgíumenn hugðust nota tækifærið og endurreisa veldi sitt og litu hýru auga hjálp frá Rússum sem voru þá mjög að teygja nýlenduveldi sitt suður í lönd frá Rússlandi sjálfu. Rússar komu glaðir til hjálpar en höfðu þó ekki, þegar til kom, minnsta áhuga á að hjálpa Georgíumönnum til sjálfstæðis heldur tóku sjálfir að leggja undir sig landið smátt og smátt.

Og sýndu þá af sér þá skefjalausu grimmd og blóðþorsta sem einkennt hefur alla þeirra nýlendusögu — og vitanlega ekki bara þeirra.

En lengi á eftir og í rauninni allt til hruns Sovétríkjanna voru Georgíumenn síðan eins og mýs undir fjalaketti Rússa.

Sumir segja, í kaldhæðni náttúrlega, að hefnd Georgíumanna gegn Rússum hafi verið að senda þeim leiðtogann Jósef Stalín, enda enginn herstjóri hvorki fyrr né síðar orðið fleiri Rússum að bana en Georgíumaðurinn Stalín.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
5
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara niðurlægð“
2
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
8
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
6
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
7
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár