Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?

Á út­mán­uð­um birt­ust hér nokkr­ar flækj­u­sög­ur um upp­haf fyrri heims­styrj­ald­ar sumar­ið 1914. En við þá sögu komu ýms­ir óvænt­ir að­il­ar og á óvænt­an hátt.

Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?
Alfred Redl Fæddur: 18. mars 1864 í Lviv, þá í austurrísk-ungverska keisaradæminu, nú í Úkraínu. Dáinn: 25. maí 1913 í Vínarborg, 49 ára gamall.

Leyniþjónustumennirnir tveir voru ógnarspenntir. Þeir sátu í anddyrinu á Hotel Klomser við Herrengasse 19 í miðborg Vínar og vissu að innan skamms myndu þeir standa andspænis stórhættulegum njósnara í þjónustu hins óvinveitta rússneska keisaradæmis, njósnara sem ef til vill hafði valdið austurrísk-ungverska keisaradæminu, sem þeir þjónuðu, ómældum skaða.

En nú væru dagar hans áreiðanlega taldir. Og leyniþjónustumönnunum tveim hló hugur í brjósti. Þeim yrði þakkað afrekið, þeir fengju hrós í hnappagatið, eflaust stöðuhækkun og kannski jafnvel orðu sem sjálfur keisarinn myndi festa í jakkaboðung þeirra.

Ábending frá Þjóðverjum

Þetta var síðdegis 24. maí 1913. Keisarinn var Franz Jósef sem setið hafði á valdastóli í 65 ár. Ýmislegt hafði drifið á hans daga en leyniþjónustumennina tvo grunaði að gamli keisarinn hefði aldrei staðið frammi fyrir álíka svikum og nú yrði væntanlega ljóstrað upp um.

Þar sem þeir sátu og biðu í íburðarmiklu anddyri Klomser, hugleiddu þeir hve litlu hafði munað að …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár