Leyniþjónustumennirnir tveir voru ógnarspenntir. Þeir sátu í anddyrinu á Hotel Klomser við Herrengasse 19 í miðborg Vínar og vissu að innan skamms myndu þeir standa andspænis stórhættulegum njósnara í þjónustu hins óvinveitta rússneska keisaradæmis, njósnara sem ef til vill hafði valdið austurrísk-ungverska keisaradæminu, sem þeir þjónuðu, ómældum skaða.
En nú væru dagar hans áreiðanlega taldir. Og leyniþjónustumönnunum tveim hló hugur í brjósti. Þeim yrði þakkað afrekið, þeir fengju hrós í hnappagatið, eflaust stöðuhækkun og kannski jafnvel orðu sem sjálfur keisarinn myndi festa í jakkaboðung þeirra.
Ábending frá Þjóðverjum
Þetta var síðdegis 24. maí 1913. Keisarinn var Franz Jósef sem setið hafði á valdastóli í 65 ár. Ýmislegt hafði drifið á hans daga en leyniþjónustumennina tvo grunaði að gamli keisarinn hefði aldrei staðið frammi fyrir álíka svikum og nú yrði væntanlega ljóstrað upp um.
Þar sem þeir sátu og biðu í íburðarmiklu anddyri Klomser, hugleiddu þeir hve litlu hafði munað að …
Athugasemdir