Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?

Á út­mán­uð­um birt­ust hér nokkr­ar flækj­u­sög­ur um upp­haf fyrri heims­styrj­ald­ar sumar­ið 1914. En við þá sögu komu ýms­ir óvænt­ir að­il­ar og á óvænt­an hátt.

Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?
Alfred Redl Fæddur: 18. mars 1864 í Lviv, þá í austurrísk-ungverska keisaradæminu, nú í Úkraínu. Dáinn: 25. maí 1913 í Vínarborg, 49 ára gamall.

Leyniþjónustumennirnir tveir voru ógnarspenntir. Þeir sátu í anddyrinu á Hotel Klomser við Herrengasse 19 í miðborg Vínar og vissu að innan skamms myndu þeir standa andspænis stórhættulegum njósnara í þjónustu hins óvinveitta rússneska keisaradæmis, njósnara sem ef til vill hafði valdið austurrísk-ungverska keisaradæminu, sem þeir þjónuðu, ómældum skaða.

En nú væru dagar hans áreiðanlega taldir. Og leyniþjónustumönnunum tveim hló hugur í brjósti. Þeim yrði þakkað afrekið, þeir fengju hrós í hnappagatið, eflaust stöðuhækkun og kannski jafnvel orðu sem sjálfur keisarinn myndi festa í jakkaboðung þeirra.

Ábending frá Þjóðverjum

Þetta var síðdegis 24. maí 1913. Keisarinn var Franz Jósef sem setið hafði á valdastóli í 65 ár. Ýmislegt hafði drifið á hans daga en leyniþjónustumennina tvo grunaði að gamli keisarinn hefði aldrei staðið frammi fyrir álíka svikum og nú yrði væntanlega ljóstrað upp um.

Þar sem þeir sátu og biðu í íburðarmiklu anddyri Klomser, hugleiddu þeir hve litlu hafði munað að …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár