Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ

Ný rann­sókn við Há­skóla Ís­lands skoð­ar tengsl stjórn­mála og stór­móta í íþrótt­um og hvort ein­ræð­is­rík­um tak­ist að „íþrótta­þvo“ sig með sjón­arspil­inu.

Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ
HM í knattspyrnu Vladimir Putin afhenti boltann til Katar fyrir HM árið 2022. Mynd: Russian Presidential Press and Information Office

Stórmót í íþróttum, allt frá Ólympíuleikum til alþjóðlegra móta í knattspyrnu, hafa reglulega verið haldin í þjóðríkjum þar sem mannréttindi eiga undir högg að sæta. Ný rannsókn við hugvísindasvið Háskóla Íslands veltir því upp hvort með viðburðum eins og HM í knattspyrnu í Rússlandi 2018 og í Katar 2022 takist heimaþjóðunum að hvítþvo ólystuga pólitík sína.

Erum við áhorfendur þá samsek með ódæðunum? „Eða eru slíkir atburðir í raun og veru að hvetja til breytinga til hins betra og að knýja á um mikilvæg verkefni eftir diplómatískum leiðum í gegnum íþróttirnar?“ spyr Vitaly Kazakov, nýdoktor við Háskóla Íslands, sem vinnur að rannsókninni sem er styrkt af RANNÍS, að því fram kemur á vef HÍ.

EM 2024Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú yfir í Þýskalandi.

Í rannsókninni er minni almennings um mótin metið í samhengi við umhverfi stjórnmála og fjölmiðla á þeim tíma. Gjarnan er talað um hvítþvott, eða jafnvel „íþróttaþvott“, tilraunir til að breiða yfir mistök eða misferli eða hreinsun á áburði um skaðlega eða saknæma starfshætti. „Ég er að rannsaka pólitíska þýðingu stórra íþróttaviðburða, eins og Evrópu- og heimsmeistarakeppninnar í fótbolta og Ólympíuleikanna,“ segir Vitaly. „Í því samhengi er ég með til skoðunar viðburði sem eru skipulagðir af lýðræðisríkjum andspænis einræðisríkum.“

Rannsakaði fæðingarland sitt

Vitaly er fæddur í Rússlandi, en alinn upp í Kanada, og fyrstu rannsóknir hans á þessu sviði snéru að notkun Rússa á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og HM í fótbolta fjórum árum síðar. Rannsóknirnar sýndu að mótin lifðu sjálf á eigin forsendum. „Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig. Mig grunar að þetta muni einnig verða raunin í nýju rannsókninni,“ segir hann.

„Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig“

Íþróttir og stjórnmál vefjast saman á margvíslegan hátt, segir Vitaly. „Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 sá maður strax ákall í færslum fréttaveita á borð við BBC og Guardian í Bretlandi um að rússneskum íþróttaliðum yrði vísað úr alþjóðlegum mótum og að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, sem þá var áformaður í Pétursborg, yrði fluttur annað.“

Ísland og Brexit

Vitaly er þessa dagana að skoða samspil Íslands, Englands og Rússlands á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016, atburðarásina í Rússlandi árið 2018 og Evrópumótið 2020. „Þarna skoða ég skörun þessara miklu íþróttaviðurða við Brexit, stríðið milli Rússa og Úkraínumanna og svo COVID-19-heimsfaraldurinn. Ég er spenntur að sjá hvernig ólíkt umhverfi stjórnmála og fjölmiðla, ásamt reynslu frá þessum keppnum, mótar skilning almennings á íþróttaviðburðum annars vegar og á pólitískum áskorunum eða kreppum hins vegar,“ segir Vitaly.

„Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta“

Þá er hann með til rannsóknar hvort svokallað „mjúkt vald“, diplómatískar leiðir þjóða til að ná árangri, hafi áhrif á þessum íþróttamótum þannig að íþróttamenningin örvi samfélagslegar breytingar. „Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár