Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ

Ný rann­sókn við Há­skóla Ís­lands skoð­ar tengsl stjórn­mála og stór­móta í íþrótt­um og hvort ein­ræð­is­rík­um tak­ist að „íþrótta­þvo“ sig með sjón­arspil­inu.

Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ
HM í knattspyrnu Vladimir Putin afhenti boltann til Katar fyrir HM árið 2022. Mynd: Russian Presidential Press and Information Office

Stórmót í íþróttum, allt frá Ólympíuleikum til alþjóðlegra móta í knattspyrnu, hafa reglulega verið haldin í þjóðríkjum þar sem mannréttindi eiga undir högg að sæta. Ný rannsókn við hugvísindasvið Háskóla Íslands veltir því upp hvort með viðburðum eins og HM í knattspyrnu í Rússlandi 2018 og í Katar 2022 takist heimaþjóðunum að hvítþvo ólystuga pólitík sína.

Erum við áhorfendur þá samsek með ódæðunum? „Eða eru slíkir atburðir í raun og veru að hvetja til breytinga til hins betra og að knýja á um mikilvæg verkefni eftir diplómatískum leiðum í gegnum íþróttirnar?“ spyr Vitaly Kazakov, nýdoktor við Háskóla Íslands, sem vinnur að rannsókninni sem er styrkt af RANNÍS, að því fram kemur á vef HÍ.

EM 2024Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú yfir í Þýskalandi.

Í rannsókninni er minni almennings um mótin metið í samhengi við umhverfi stjórnmála og fjölmiðla á þeim tíma. Gjarnan er talað um hvítþvott, eða jafnvel „íþróttaþvott“, tilraunir til að breiða yfir mistök eða misferli eða hreinsun á áburði um skaðlega eða saknæma starfshætti. „Ég er að rannsaka pólitíska þýðingu stórra íþróttaviðburða, eins og Evrópu- og heimsmeistarakeppninnar í fótbolta og Ólympíuleikanna,“ segir Vitaly. „Í því samhengi er ég með til skoðunar viðburði sem eru skipulagðir af lýðræðisríkjum andspænis einræðisríkum.“

Rannsakaði fæðingarland sitt

Vitaly er fæddur í Rússlandi, en alinn upp í Kanada, og fyrstu rannsóknir hans á þessu sviði snéru að notkun Rússa á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og HM í fótbolta fjórum árum síðar. Rannsóknirnar sýndu að mótin lifðu sjálf á eigin forsendum. „Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig. Mig grunar að þetta muni einnig verða raunin í nýju rannsókninni,“ segir hann.

„Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig“

Íþróttir og stjórnmál vefjast saman á margvíslegan hátt, segir Vitaly. „Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 sá maður strax ákall í færslum fréttaveita á borð við BBC og Guardian í Bretlandi um að rússneskum íþróttaliðum yrði vísað úr alþjóðlegum mótum og að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, sem þá var áformaður í Pétursborg, yrði fluttur annað.“

Ísland og Brexit

Vitaly er þessa dagana að skoða samspil Íslands, Englands og Rússlands á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016, atburðarásina í Rússlandi árið 2018 og Evrópumótið 2020. „Þarna skoða ég skörun þessara miklu íþróttaviðurða við Brexit, stríðið milli Rússa og Úkraínumanna og svo COVID-19-heimsfaraldurinn. Ég er spenntur að sjá hvernig ólíkt umhverfi stjórnmála og fjölmiðla, ásamt reynslu frá þessum keppnum, mótar skilning almennings á íþróttaviðburðum annars vegar og á pólitískum áskorunum eða kreppum hins vegar,“ segir Vitaly.

„Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta“

Þá er hann með til rannsóknar hvort svokallað „mjúkt vald“, diplómatískar leiðir þjóða til að ná árangri, hafi áhrif á þessum íþróttamótum þannig að íþróttamenningin örvi samfélagslegar breytingar. „Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Stefna Vinnslustöðinni svo bæjarbúar greiði ekki tjónið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Stefna Vinnslu­stöð­inni svo bæj­ar­bú­ar greiði ekki tjón­ið

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja sam­þykkti í dag að höfða skaða­bóta­mál á hend­ur Vinnslu­stöð­inni hf. vegna tjóns sem varð á vatns­lögn­inni milli lands og Eyja síð­ast­lið­ið haust. Vinnslu­stöð­in neit­ar að bæta meira en það sem trygg­ing­ar fé­lags­ins dekka. Hátt í tveggja millj­arða króna kostn­að­ur lend­ir að óbreyttu á íbú­um í Vest­manna­eyj­um.
Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
8
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Anna María Ágústsdóttir
10
Aðsent

Anna María Ágústsdóttir

Grænt ljós á end­ur­heimt nátt­úr­unn­ar

Anna María Ág­ústs­dótt­ir skrif­ar um ný­sam­þykkt lög Evr­ópu­ráðs­ins um end­ur­heimt nátt­úru. Lög­in sýna, að henn­ar mati, að Evr­ópa er reiðu­bú­in að vera í far­ar­broddi annarra ríkja og tak­ast á við þær ógn­ir sem steðja að lofts­lagi og líf­fræði­leg­um fjöl­breyti­leika með því að standa við al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara niðurlægð“
1
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann
10
Fréttir

Krist­in hug­veita send­ir fólki val­kröf­ur í heima­bank­ann

Nokk­ur hundruð lands­menn fengu ný­lega senda for­vitni­lega val­kröfu frá fé­lagi sem heit­ir Pax Vobis. Um er að ræða óhagn­aða­drifna hug­veitu um kristna trú sem birt­ir efni á ýms­um sam­fé­lags­miðl­um. Nokk­ur um­ræða skap­að­ist um reikn­inga fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­um en stofn­andi fé­lags­ins árétt­ir að fólki sé frjálst hundsa val­kröf­una þeim að kostn­að­ar­lausu.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
7
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár