Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Lögð inn á spítala eftir bréf frá Fæðingarorlofssjóði

Ís­lensk­ir for­eldr­ar sem Heim­ild­in hef­ur rætt við segja frá harka­leg­um könt­um á kassa­laga kerfi sem fær þau til að hugsa sig tvisvar um frek­ari barneign­ir. Lækn­ir og bráða­tækn­ir sem eign­uð­ust ný­lega son voru bæði kom­in aft­ur út á vinnu­mark­að þrem­ur mán­uð­um eft­ir barns­burð. Um tíma leit út fyr­ir að móð­ir­in fengi ekki fæð­ing­ar­or­lof.

Þegar María Rós Gústavsdóttir læknir var á 36. viku meðgöngu í fyrra barst henni bréf frá Fæðingarorlofssjóði um að hún ætti ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. Pósturinn var áfall fyrir móðurina sem hafði einmitt unnið eins og hestur mánuðina á undan til þess að geta tryggt sér fæðingarorlof sem hún gæti lifað á. Einn mánuður í sumarfrí sem hún hafði unnið sér inn hafði sett allt á hliðina og fjárhagsáhyggjurnar fóru af stað. Daginn eftir rauk blóðþrýstingurinn hennar upp og fósturhreyfingarnar höfðu minnkað. Hún var lögð inn á spítala í tvo sólarhringa.

Þó að María hafi að lokum náð að klóra sig fram úr stöðunni með hjálp vinkonu sinnar, Jónu Þóreyjar Pétursdóttur lögmanns, þá er saga Maríu ekki sú eina af gloppum í kerfinu sem á að halda utan um nýfædd börn og foreldra þeirra.

Íslenskir foreldrar sem Heimildin hefur …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Ríkið þarf að greiða fæðingarorlof og ýmsan kostnað við meðgöngu og fæðingu barna. Sveitarfélögin þurfa að byggja leikskóla og grunnskóla yfir börnin, auk þess að manna þá og borga reksturinn. Rikið þarf svo að taka við börnunum eftir grunnskóla og greiða framhaldsskóla og háskóla. Ættum við ekki bara að taka betur og rausnarlegar á móti fólki utan úr heimi sem vill flytja til landsins? Velja þá svolítið eftir því hvaða menntafólk við þurfum á að halda hverju sinni? Börn hverfa aldrei alveg, það verða alltaf einhverjir sem verða tilbúnir til að leggja í þá fjárfestingu að eignast barn.
    0
    • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
      Til þess er samfélag að við getum lifað í samfélagi. Okkar samfélag gerir það ekki enda ónýtt.
      0
  • G
    GunnaSig skrifaði
    Í Ungverjalandi er fjögurra barna fjölskylda skattlaus út lífið. Í Svíþjóð fá afi og amma „fæðingarorlof“ (veit ekki alveg hvernig því er háttað}. Veit um barnafjölskyldur sem eru að flytja úr landi til Norðurlanda, vegna þess að Ísland er barnfjandsamlegt þjóðfélag eða fjölskyldufjandsamlegt kannski betra orð.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kerfi sem bregst barnafjölskyldum

Fæðingarorlofssjóður hefur fælingarmátt fyrir íslenska námsmenn erlendis
Þórdís Dröfn Andrésdóttir
AðsentKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Þórdís Dröfn Andrésdóttir

Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóð­ur hef­ur fæl­ing­ar­mátt fyr­ir ís­lenska náms­menn er­lend­is

„Það hlýt­ur að vera að fé leki úr sjóðn­um – ekki til nýbak­aðra for­eldra held­ur ein­fald­lega í kerf­ið sjálft,“ skrif­ar Þór­dís Dröfn Andrés­dótt­ir, ný­bök­uð móð­ir sem hef­ur þurft að berj­ast fyr­ir fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­um eft­ir að hún kom heim úr námi.
Klárar hvern einasta veikindadag í meðgönguveikindi
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Klár­ar hvern ein­asta veik­inda­dag í með­göngu­veik­indi

Fyr­ir tæp­um 34 ár­um stóð Sigrún Jóns­dótt­ir í pontu á Al­þingi og krafð­ist þess að ófrísk­ar kon­ur fengju svo­kall­að með­göngu­or­lof við 36. viku með­göngu svo þær þyrftu ekki að ganga á veik­inda­rétt­inn sinn. Nú, 34 ár­um síð­ar, er dótt­ir Sigrún­ar, Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, ein­mitt í þeim spor­um að klára veik­inda­rétt­inn sinn vegna veik­inda á með­göngu. Þeg­ar hún kem­ur aft­ur á vinnu­mark­að eft­ir or­lof mun hún ekki eiga neinn veik­inda­rétt inni.
Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár