Seinni mynd: Hvað var eða er frægasti flugkappinn, er flaug á svona vél, kallaður?
Almennar spurningar:
- Hvaða fótboltalið varð í efsta sæti á HM karla í Katar fyrir tveim árum?
- Hvað heitir höfuðborg Serbíu?
- Í hvaða landi hófst notkun stöðumæla? Það var árið 1935.
- Hvað er stærsta fljótið sem fellur í Kaspíhaf?
- En hvað er stærsta fljótið sem fellur í Faxaflóa?
- Hvar gerðist hryllingsmyndin The Thing frá 1982?
- Hvaða land er tengt upphafi hinnar svonefndu „upplýsingar“ á 18. öld?
- Kristín Ingólfsdóttir tók við ákveðnu starfi 2005 og gegndi því í áratug, fyrst kvenna. Hvaða starf var það?
- Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso, Þjóðverjinn Nico Hulkenberg og Bretinn Lando Norris eru nú meðal fremstu kappa í ákveðinni íþróttagrein. Hvaða grein er það?
- Í hvaða borg er Vetrarhöllin?
- Í hvaða landi eru manga-bókmenntir upprunnar?
- Aita Bonmati er ein besta fótboltakona heims. Hún hefur spilað með tveimur landsliðum þótt öðru liðinu sé raunar aðeins leyft að spila vináttuleiki. Hvaða landslið eru það?
- Í hvaða borg var lengst af talið að „svarti skóli“ Sæmundar fróða hafi verið? – þó það sé raunar málum blandið.
- Hver var sagður hafa verið rektor skólans?
- Hvað eiga Strumparnir og Tinni sameiginlegt, fyrir utan að vera teiknimyndapersónur?
Svör við myndaspurningum:
Konurnar á fyrri myndinni eru allar dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna. Þær eru „frjálslyndu“ dómararnir þrír en ekki er nauðsynlegt að vita það. Flugkappinn frægi sem flaug rauðu Fokker-vélinni var kallaður Rauði baróninn.
Svör við almennum spurningum:
1. Argentína. — 2. Belgrad. — 3. Bandaríkjunum. — 4. Volga. — 5. Hvítá. — 6. Á Suðurskautslandinu. — 7. Frakkland. — 8. Rektor Háskóla Íslands. — 9. Kappakstur. — 10. Pétursborg. — 11. Japan. — 12. Spánn og Katalónía. — 13. París. — 14. Djöfullinn. — 15. Höfundarnir voru báðir belgískir.
Athugasemdir (5)