Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Enn ein stólaskipti ráðherra ekki lausnin

Enn ein stóla­skipti ráð­herra koma ekki til greina til að leysa enn einn vanda rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mati þing­manns Við­reisn­ar, sem hyggst styðja van­traust­stil­lögu á mat­væla­ráð­herra.

Enn ein stólaskipti ráðherra ekki lausnin
Vantraust ekki leyst með stólaskiptum „Vandi þessarar ríkisstjórnar er miklu djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því einu að skipta ráðherrum milli ráðherrastóla,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Vantrauststillaga sem Miðflokkurinn hefur lagt fram á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra er djúpstæðari en afstaða þingmanna til hvalveiða að mati Sigmars Guðmundssonar, þingmanns Viðreisnar. 

„Þetta snýst að sjálfsögðu bæði um stjórnsýslu ráðherrans, algjörlega óháð því hvaða skoðun maður kann að hafa á tiltekinni atvinnustarfsemi þá finnst manni það eðlileg og sjálfsögð krafa í stjórnsýslunni að þau fyrirtæki sem á annað borð mega starfa hér á Íslandi að þau búi við einhvern fyrirsjáanleika í stjórnsýslunni, algjörlega óháð skoðunum manns sjálfs,“ sagði Sigmar þegar hann kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins í upphafi þingfundar í dag. 

Sigmar sagði vandræðagang hafa einkennt störf ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna allt kjörtímabilið. Algjört meirihlutaræði ríki á Alþingi og sagði hann það ekki ganga upp að einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar séu settir í þá stöðu að eiga að verja ráðherra ríkisstjórnar falli. „Ríkisstjórnar sem teygir sig ekki til stjórnarandstöðunnar í samkomulagsátt í nokkru einasta máli.“ 

„Vandi þessarar ríkisstjórnar eru miklu djúpstæðari“

Vantrauststillaga á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun og að öllum líkindum verða greidd atkvæði um tillöguna í kjölfarið. „Ég sé að því er hreyft í Morgunblaðinu í dag að ein leiðin út úr þessum ógöngum fyrir matvælaráðherra getur verið að skipta einfaldlega um ráðherrastól eins og hefur verið gert áður á líftíma þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmar, sem telur enn ein stólaskipti ráðherra ekki koma til greina.

Slíkt hefur gerst í tvígang á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra vegna þess að umboðsmaður Alþingis birti álit þess efnis að Bjarna hefði brostið hæfi til að taka ákvörðun um að selja hlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, í mars 2022. Þá færði Svandís Svavarsdóttir sig úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið í apríl þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórn eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð. 

„Vandi þessarar ríkisstjórnar eru miklu djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því einu að skipta ráðherrum milli ráðherrastóla,“ sagði Sigmar. 

Vantraust á matvælaráðherra er ekki eina málið sem er á dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir sumarfrí. Síður en svo. Meðal annarra mála má nefna frumvarp um lagareldi, sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, fjármálaáætlun 2025-2029, breytingar á lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis og listamannalaun. 

Þinglok voru áætluð síðasta föstudag en þingfundir og nefndarfundir verða haldnir næstu daga eftir því sem þörf er á. Ekki liggur fyrir hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Starfsáætlun fyrir næsta þingvetur hefur hins vegar verið samþykkt af forsætisnefnd. Sumarleyfi þingsins lýkur 10. september þegar þingsetning fer fram. Stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og umræður um hana fara fram 11. september.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu