Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Enn ein stólaskipti ráðherra ekki lausnin

Enn ein stóla­skipti ráð­herra koma ekki til greina til að leysa enn einn vanda rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mati þing­manns Við­reisn­ar, sem hyggst styðja van­traust­stil­lögu á mat­væla­ráð­herra.

Enn ein stólaskipti ráðherra ekki lausnin
Vantraust ekki leyst með stólaskiptum „Vandi þessarar ríkisstjórnar er miklu djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því einu að skipta ráðherrum milli ráðherrastóla,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Vantrauststillaga sem Miðflokkurinn hefur lagt fram á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra er djúpstæðari en afstaða þingmanna til hvalveiða að mati Sigmars Guðmundssonar, þingmanns Viðreisnar. 

„Þetta snýst að sjálfsögðu bæði um stjórnsýslu ráðherrans, algjörlega óháð því hvaða skoðun maður kann að hafa á tiltekinni atvinnustarfsemi þá finnst manni það eðlileg og sjálfsögð krafa í stjórnsýslunni að þau fyrirtæki sem á annað borð mega starfa hér á Íslandi að þau búi við einhvern fyrirsjáanleika í stjórnsýslunni, algjörlega óháð skoðunum manns sjálfs,“ sagði Sigmar þegar hann kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins í upphafi þingfundar í dag. 

Sigmar sagði vandræðagang hafa einkennt störf ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna allt kjörtímabilið. Algjört meirihlutaræði ríki á Alþingi og sagði hann það ekki ganga upp að einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar séu settir í þá stöðu að eiga að verja ráðherra ríkisstjórnar falli. „Ríkisstjórnar sem teygir sig ekki til stjórnarandstöðunnar í samkomulagsátt í nokkru einasta máli.“ 

„Vandi þessarar ríkisstjórnar eru miklu djúpstæðari“

Vantrauststillaga á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun og að öllum líkindum verða greidd atkvæði um tillöguna í kjölfarið. „Ég sé að því er hreyft í Morgunblaðinu í dag að ein leiðin út úr þessum ógöngum fyrir matvælaráðherra getur verið að skipta einfaldlega um ráðherrastól eins og hefur verið gert áður á líftíma þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmar, sem telur enn ein stólaskipti ráðherra ekki koma til greina.

Slíkt hefur gerst í tvígang á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra vegna þess að umboðsmaður Alþingis birti álit þess efnis að Bjarna hefði brostið hæfi til að taka ákvörðun um að selja hlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, í mars 2022. Þá færði Svandís Svavarsdóttir sig úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið í apríl þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórn eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð. 

„Vandi þessarar ríkisstjórnar eru miklu djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því einu að skipta ráðherrum milli ráðherrastóla,“ sagði Sigmar. 

Vantraust á matvælaráðherra er ekki eina málið sem er á dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir sumarfrí. Síður en svo. Meðal annarra mála má nefna frumvarp um lagareldi, sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, fjármálaáætlun 2025-2029, breytingar á lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis og listamannalaun. 

Þinglok voru áætluð síðasta föstudag en þingfundir og nefndarfundir verða haldnir næstu daga eftir því sem þörf er á. Ekki liggur fyrir hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Starfsáætlun fyrir næsta þingvetur hefur hins vegar verið samþykkt af forsætisnefnd. Sumarleyfi þingsins lýkur 10. september þegar þingsetning fer fram. Stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og umræður um hana fara fram 11. september.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár