Ný umdeild útlendingalög voru samþykkt með tæplega 70% meirihluta á Alþingi í dag. Einu þingmennirnir sem kusu gegn lögunum eru úr þingflokki Pírata.
Þingflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni og tóku þannig ekki afstöðu til frumvarpsins. Almenningur, bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, hefur sérstaklega gagnrýnt Samfylkinguna fyrir afstöðuleysið.
„Það er svo mikill aumingjaskapur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarp til breytingar á útlendingalögum (sem fjölmörg mannúðarsamtök hafa fordæmt mjög harkalega). Píratar virðast einir með bein í nefinu á þessu blessaða Alþingi,“ skrifar Kolbrún Birna Bachmann á X.
Með lögunum verða skilyrði til fjölskyldusameininga þrengd verulega. Sem stendur getur dvalarleyfishafi hér á landi sótt …
Ps. Almennt er okkar fólk ekki áskrifandi að Morgunblaðinu. :)