Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brá þegar bandaríski kaffibarþjónninn gat borið fram nafnið

Það kom Lauf­eyju Pét­urs­dótt­ur á óvart á dög­un­um þeg­ar hún pant­aði sér kaffi í Bost­on og kaffi­bar­þjónn­inn náði strax hvað hún héti. Út­skýr­ing­una má senni­lega rekja til vel­gengni og frægð­ar Lauf­eyj­ar Lín Jóns­dótt­ur.

Brá þegar bandaríski kaffibarþjónninn gat borið fram nafnið
Frægð og frami Frægð Laufeyjar Lín Jónsdóttur er farið að gæta víða, meðal annars á kaffihúsum vestanhafs þar sem kaffibarþjónar bera nafn hennar óaðfinnanlega fram, nöfnum hennar til einskærrar gleði. Mynd: AFP

Nöfn eru misalgeng og þau eru ekki alltaf jafn auðfæranleg á milli menningarheima. Þetta þekkja margir sem heita séríslenskum nöfnum eins og til dæmis Þórólfur eða Hallgerður. Þegar haldið er til útlanda á slíkt fólk það gjarnan til að mæta gjörsamlegu skilningsleysi þegar það reynir að kynna sig. Það er beðið um endurtekningar, útskýringar á framburði eða jafnvel að nafnið sé stafað ofan í þann sem álpaðist til að spyrja fólkið til nafns. 

Þetta þekkir Laufey Pétursdóttir á eigin skinni. Hún er vön því að fólk kalli hana Láfí á ferðalögum og segist oft heita Laura þegar hún heimsækir Bandaríkin til að koma í veg fyrir það að þurfa að stafa nafn sitt ofan í hvumsa kaffibarþjóna. 

Laufey Pétursdóttir er vön því að fólk kalli hana Láfí á ferðalögum. Það hefur nú breyst með hækkandi frægðarsól Laufeyjar Lín.

Þegar Laufey, sem var nýverið stödd á ferðalagi í Boston í Bandaríkjunum, ætlaði að panta sér kaffi á kaffihúsi við Harvard-háskóla var röðin nokkuð stutt svo hún ákvað að nota sitt eigið nafn þegar hún pantaði drykkinn. 

Henni til mikillar undrunar brást kaffibarþjónninn ekkert sérstaklega við og stuttu síðar var nafn hennar kallað upp með lýtalausum framburði. „Mér fannst það bara mjög gaman en var hissa,“ segir hún.

Þetta heldur Laufey að megi rekja til Laufeyjar Lín Jónsdóttur tónlistarkonu. En hún hefur öðlast gríðarlega frægð á stuttum tíma. Fyrsta breiðskífa hennar Bewitched hlaut Grammy-verðlaunin í flokki hefðbundinna söng-poppplatna fyrr á þessu ári. 

Laufey gleðst yfir velgengni nöfnu sinnar. Sjálf er hún strengjaleikari og kennir á víólu og fiðlu við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Laufey og tvíburasystir hennar, Júnía, eru fyrirmyndir nokkurra nemenda Laufeyjar. 

Laufey segir að fólk átti sig betur á nafninu núna þegar svo hittir á að fólk þekki nöfnu hennar Lín. Það sé nokkuð fjölmennur hópur, einkum á ákveðnum aldri.  „[Það] er gaman að fólk þekki nafnið, þegar ég var lítil vissi ég bara um eina aðra Laufeyju.“

Laufey Lín hefur að  því er virðist hafa þurft nokkuð að hafa fyrir því að kenna fólki að bera nafn hennar rétt fram, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá 2022: 

Þótt kennsla á framburðinum virðist hafa skilað sér nokkuð vel á stafsetningin þó eitthvað í land. En ekki skrifaði þjóninn nafn Laufeyjar eftir hefðbundnum stafsetningarreglum heldur „Loibe.“

LaufeySvona skal fallbeygja kvenmannsnafnið Laufey.

Laufey Pétursdóttir segist þó hafa öllu meiri áhyggjur af beygingu nafns síns – eða öllu heldur skorts á henni – en stafsetningunni. Henni þykir leiðinlegt að það sé orðið algengt að Íslendingar beygi ekki nafnið. „Mér finnst þetta svipa til þess þegar Björk varð fræg, þá var alltaf bara notað nefnifallið. Ekki til Bjarkar.“

Að sama skapi segi fólk nú: „Ég er að hlusta á Laufey.“ Í stað þess sem rétt er: „Ég er að hlusta á Laufeyju.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár