Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Líklega engar hvalveiðar hjá Hval í sumar þrátt fyrir leyfi og kvóta

Birna Lofts­dótt­ir, ann­ar stærsti hlut­hafi Hvals hf. og syst­ir Kristjáns Lofts­son­ar, vill ekki svara því hvort henni finn­ist leið­in­legt að Hval­ur hf. muni ekki veiða lang­reyð­ar í sum­ar. Fað­ir þeirra stofn­aði fyr­ir­tæk­ið.

Líklega engar hvalveiðar hjá Hval í sumar þrátt fyrir leyfi og kvóta
Engar veiðar Birna Loftsdóttir, annar stærsti hluthafi Hvals hf., segir að engar hvalveiðar verði hjá Hval hf. í sumar.

Birna Loftsdóttir, annar stærsti hluthafi Hvals hf. og systir Kristjáns Loftssonar forstjóra, segir að líklega verði engar hvalveiðar hjá fyrirtækinu í sumar þrátt fyrir að matvælaráðherra, Bjarkey Gunnarsdóttir, hafi gefið út veiðileyfi til fyrirtækisins sem og kvóta upp á 128 langreyðar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir hún við Heimildina. 

Ákvörðun Bjarkeyjar um leyfisveitingarnar var afar umdeild, bæði hjá fylgismönnum sem og andstæðingum hvalveiða. 

Kristján, bróðir Birnu, sagði í vikunni að líklega verði ekki af hvalveiðum í sumar þrátt fyrir leyfisveitingarnar þar sem ekki sé tími til að skipuleggja veiðarnar af því leyfin komi svo seint. „Ég sé ekki fyr­ir mér að orðið geti af hval­veiðum í sum­ar.“ Þau systkinin eru börn eins stofnenda Hvals hf., Lofts Bjarnasonar, og erfðu þau hlutabréfin í félaginu. 

Birna segist ekki geta bætt miklu við þessi orð Kristjáns. „Ef hann segir að það verði ekki veitt þá verður ekki veitt. Ég hef engu við það að bæta.“ Aðspurð hvaða skoðun hún hafi á því að Hvalur ætli sér ekki að veiða hval í sumar segist hún ekki vilja svara því. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
2
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu