Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt því fram í fjölmiðlum og á Alþingi að Running Tide væri stærsta kolefnisföngunarverkefni í heiminum. Í viðtali við Heimildina segist hann hafa byggt fullyrðinguna um stærð og gerð verkefnisins frá fyrirtækinu sjálfu.

„Bara þær upplýsingar sem ég fékk“Guðlaugur Þ Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra ræddi við blaðamenn Heimildarinnar um ummæli sín um meint afrek fyrirtækisins Running Tide.Heimildin / Davíð Þór

Þegar þú talar um stærsta kolefnisföngunarverkefni, hvaða kolefni eru þeir að fanga?

„Eins og ég sagði, þetta eru bara þær upplýsingar sem ég fékk. Mitt verkefni er þetta og eitt verkefni er þetta, að setja fram í eins fáum orðum og ég get, verkefni sem við erum að kljást við. Og jafnvel þó að þetta viðtal verði lengra heldur en gengur og gerist þá þekki ég það alveg að ef þú nærð ekki …

Kjósa
108
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Hér hafa "einhverjir" peningar runnið í "einhverja" vasa.
    0
  • Julius Valsson skrifaði
    Ráðherrarnir hefðu reyndar getað spurt börn á grunnskólaaldri: "Ef þú dembir 19 þúsund tonnum af kanadísku viðarkurli í hafið við Ísland: a) hefur það áhrif á magn CO2 í andrúmsloftinu, b) hefur það áhrif á hitastig jarðar?
    4
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Hér eru systkinin frá Bakka lifandi komin. Bræðurnir frá Bakka ávörpuðu hver annan með öllum nöfnunum Gísli, Eiríkur og Helgi því þeir vissu ekki hver hét hvað né heldur hver átti að rétta karli föður þeirra kútinn. Þess vegna hrökk hann upp af segir sagan.
    7
  • Grétar Reynisson skrifaði
    🎼 Ekki benda á mig, segir ráðherrann
    Þennan dag var ég flytja milli stóla 🃏
    6
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Ugluspeglar hafa verið, eru og verða alltaf til. Þetta leikrit þeirra segir ansi mikið til um gæði íslenskrar stjórnsýslu. Fjórir ráðherrar og ráðuneyti höfð að ginningarfíflum, að því er virðist fyrirhafnarlaust.
    6
  • SB
    Steinar Beck skrifaði
    Hvers eiga Íslendingar að gjalda að hafa svona ráðherra Gerðum við eitthvað af okkur sem þjóð
    4
    • Þóra Karls skrifaði
      Já, - því miður virðist of stór hluti þjóðarinnar ekki hafa ígrundað val sitt á þjóðarleiðtogunum nægilega vel og öll höfum við þurft/þurfum við að taka afleiðingunum af því.
      Vonandi læra kjósendur af biturri reynslu og íhugi valkostina betur í næstu kosningum - og raunar alltaf þegar tækifæri gefast til.
      Ég vil trúa því að á Íslandi sé hægt að finna 63 trausts verðar manneskjur til setu á Alþingi. Ábyrgt fólk, laust við spillingu og græðgi. Heiðarlegt fólk sem stendur við orð sín. Fólk sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og er vant að virðingu sinni. - Reynum að finna þetta fólk.
      2
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Það er aumkunarvert að fara yfir viðbrögð ráðherranna! Enginn þeirra sýnir minnsta siðferðisvott gagnvart augljósum afglöpum sínum. Er þeim treystandi í öðrum leyfisveitingum til ævintýramanna sem notfæra sé trúgirni þeirra til að komast yfir íslenska náttúru?
    13
  • Hvenær þurfa ráðherrar að fara að bera ÁBYRGÐ á verkum sínum? Hversu lengi lætur íslenska þjóðin að borga fólki fyrir að gera ekkert?
    19
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár