Sumarið 1995 fór fjórtán ára stúlka út að skemmta sér með vinkonu sinni. Þar sem hún beið í röð við skemmtistað tóku þrír ungir menn hana tali eftir að hafa stöðvað bíl sinn við biðröðina. Hún kannaðist við tvo þeirra og þáði boð um að fara með þeim á annan skemmtistað í nokkurri fjarlægð. Á bakaleiðinni vildu mennirnir aka á afvikinn stað og fá sér sundsprett. Stúlkan var ekki samþykk því en þeir óku engu að síður á staðinn og skildu hana eftir í bílnum. Að sögn stúlkunnar kom einn mannanna til baka á undan hinum og neyddi hana til samræðis við sig í bílnum. Þegar hinir komu til baka var ekið með stúlkuna í íbúðarhús og þar segir hún annan mannanna hafa nauðgað sér. Sjálf hafi hún grátið stöðugt bæði meðan á nauðguninni stóð og fram á næsta dag, allt þar til móðir hennar kom og sótti hana á …
Mannréttindadómstóll Evrópu segir það brot gegn sáttmálanum að láta kynferðisbrot viðgangast refsilaust. Fastmótuð dómaframkvæmd réttarins lofar góðu fyrir átta íslensk mál sem bíða í Strassborg. Taka þurfi kærur af mikilli alvöru og rannsaka mál til fulls þótt framburðir stangist á. Saksóknari segir mikinn metnað ríkja innan kerfisins til að fullrannsaka kynferðisbrotamál. Töluverð framþróun hafi orðið við sönnun mála. Stafræn gögn geti skipt sköpum. Nýir dómar frá Strassborg gætu gefið tilefni til nýrra kærumála frá Íslandi.
Athugasemdir