„Orð gegn orði“ réttlætir ekki niðurfellingu
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Orð gegn orði“ réttlætir ekki niðurfellingu

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu seg­ir það brot gegn sátt­mál­an­um að láta kyn­ferð­is­brot við­gang­ast refsi­laust. Fast­mót­uð dóma­fram­kvæmd rétt­ar­ins lof­ar góðu fyr­ir átta ís­lensk mál sem bíða í Strass­borg. Taka þurfi kær­ur af mik­illi al­vöru og rann­saka mál til fulls þótt fram­burð­ir stang­ist á. Sak­sókn­ari seg­ir mik­inn metn­að ríkja inn­an kerf­is­ins til að full­rann­saka kyn­ferð­is­brota­mál. Tölu­verð fram­þró­un hafi orð­ið við sönn­un mála. Sta­f­ræn gögn geti skipt sköp­um. Ný­ir dóm­ar frá Strass­borg gætu gef­ið til­efni til nýrra kæru­mála frá Ís­landi.

Sumarið 1995 fór fjórtán ára stúlka út að skemmta sér með vinkonu sinni. Þar sem hún beið í röð við skemmtistað tóku þrír ungir menn hana tali eftir að hafa stöðvað bíl sinn við biðröðina. Hún kannaðist við tvo þeirra og þáði boð um að fara með þeim á annan skemmtistað í nokkurri fjarlægð. Á bakaleiðinni vildu mennirnir aka á afvikinn stað og fá sér sundsprett. Stúlkan var ekki samþykk því en þeir óku engu að síður á staðinn og skildu hana eftir í bílnum. Að sögn stúlkunnar kom einn mannanna til baka á undan hinum og neyddi hana til samræðis við sig í bílnum. Þegar hinir komu til baka var ekið með stúlkuna í íbúðarhús og þar segir hún annan mannanna hafa nauðgað sér. Sjálf hafi hún grátið stöðugt bæði meðan á nauðguninni stóð og fram á næsta dag, allt þar til móðir hennar kom og sótti hana á …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár