Réttum klukkutíma eftir að fyrstu kosningatölurnar birtust í útvarpi og sjónvarpi í Frakklandi og sýndu fordæmalausan stórsigur hægri flokks Marine Le Pen og jafn fordæmalaust hrun stjórnarflokksins, birtist forsetinn Macron í sjónvarpinu og boðaði að hann ætlaði að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Skyldu þær fara fram 30. júní og 7. júlí.
Fréttamenn sem sátu í útvarps- og sjónvarpssölum og voru að ydda heilafrumurnar til að útskýra kosningaúrslitin urðu þrumu lostnir og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þótt einhverjir muni hafa nefnt þennan kost í samræðum á kaffihúsum mun engum hafa dottið í hug að þetta ætti eftir að gerast í raun og veru. En öllum kom nú saman um að með þessu tæki Macron meira en litla áhættu, „hann er að leika sér með eldinn og eins líklegt að hann brenni sig“, sagði einhver „og kveiki í landinu um leið“.
Eftir þessar kosningar er flokkur …
Athugasemdir