Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga

„Þessi ákvörðun veldur vonbrigðum því þetta eru algjörlega tilgangslausar veiðar,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um ákvörðun matvælaráðherra að heimila veiðar á langreyðum í sumar. Hann segir þó fyrirkomulagið skárra en það hefur verið sökum þess að aðeins megi veiða 99 dýr, en ekki 161 eins og tíðkast hefur.

Árni segir leyfisveitinguna vera hreyfingu í rétta átt. Hún lýsi meiri skilningi en verið hefur. „Við erum ánægð með það. Hins vegar eru 99 dýr 99 dýrum of mörg. Þetta er í áttina en ekki nógu gott.“

Óábyrg framsetning

Árni telur framsetninguna í tilkynningu matvælaráðherra sem birtist fyrr í dag villandi. Þar er sagt að leyfi verði til veiða á 99 dýrum milli Íslands og Grænlands en 29 dýrum á milli Íslands og Færeyja.

„Mér finnst óábyrgt að blanda þessu saman. Ef það ætti að veiða 29 langreyðar á svæðinu milli Íslands og Færeyja er alltof langt að sigla með dýrin til hvalstöðvarinnar,“ segir Árni. En ekki mega líða meira en 24 tímar frá því að dýr er drepið þangað til að það kemur í hvalstöðina.

„Þau dýr eru aldrei að fara að veiðast og munu ekki nást. Ég skil ekki af hverju það er verið að setja þetta upp eins og þetta sé meira en það er,“ segir Árni.

„Þetta er dálítið sértsakt að ein ríkasta þjóð heims skuli ekki sjá sér hag í því að hlífa þessum dýrum,“ bætir hann við. Enginn tilgangur sé með þeim. Hvalur hf. hafi tapað gríðarlega á þessu, enda lítill markaður fyrir hvalkjöti. „Þetta eru tilgangslausar veiðar til að fullnægja kröfum eins manns – þetta er sérkennileg þráhyggja, hvalveiðar Kristjáns Loftssonar.“ 

Raunverulegar ógnir steðji að hafinu – súrnun sjávar, mengun, loftslagsbreytingar og hlýnun hafsins. „Þetta eru allt vandamál sem þarf að leysa. Og við stundum hvalveiðar,“ segir formaðurinn.

Lítill áhugi fyrir stöðvun hvalveiða í þinginu

Spurður hvað honum finnist um röksemdafærslu ráðherra – að henni hugnist ekki endilega ákvörðunin en hún verði að fara að lögum – segist Árni ekki vera viss hvort eina leiðin til að stöðva hvalveiðar sé að breyta lögunum. Það sé þó örugglega best að gera það svoleiðis. Vísar hann þar til álits umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fresta veiðunum síðasta sumar.

Árni nefnir þá að lítill vilji sé fyrir því að banna hvalveiðar á þinginu. Hann telur að eini flokkurinn sem hafi almennilega áhuga á því séu Píratar.

Í tilkynningunni segir að ákvörðun matvælaráðherra taki mið af „varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.“ Árni segir að það þýði sennilega að kvótinn miði við það að stofninn fari ekki niður fyrir 60-72% af upprunalegri stærð. Þetta séu þó flókin viðmið.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár