Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Gísli Rafn Ólafsson erindi sínu að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, og spurði um sektarákvæði í frumvarpi ráðherra um lagareldi.
Í ræðu sinni sagði Gísli Rafn að atvinnuveganefnd Alþingis hefði nýlega borist minnisblað þar sem vakin var athygli á óvissu um hversu háar sektir fyrirtækjum sem stunda sjókvíaeldi verði gert að greiða, gerist þau uppvís að „hroðvirknislegum vinnubrögðum.“
Minnisblaðið sem um ræðir var skrifað af Víði Smára Petersen, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands, og Kára Hólmar Ragnarssyni. lektor við lagadeild Háskóla Íslands, og barst atvinnuveganefnd Alþingis fyrr í dag.
Í minnisblaðinu kemur fram að það sé atvikum háð „hvort löggjafinn teljist gagna of langt gagnvart atvinnuréttindum rekstrarleyfishafa með því að hafa leyfin tímabundin en leggja jafnfram strangar skyldur og skilyrði á rekstrarleyfin.“ Er það rakið til þess að slík ákvæði í …
Athugasemdir (1)