Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fól skatta­skrif­stofu ráðu­neyt­is­ins í upp­hafi árs 2020 að taka sam­an minn­is­blað um mögu­leika Ís­lands til að skatt­leggja líf­eyri sem greidd­ur var til ein­stak­linga með bú­setu í Portúgal, í ljósi þess að Portúgal gerði það ekki.

Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis
Á árinu 2019 nam meðalgreiðslan til hvers einstakling sem fékk greiddan lífeyri frá Íslandi til Portúgal 3,6 milljónum króna. Mynd: Mynd: Pexels

Tugir Íslendinga hafa á undanförnum árum flutt lögheimili sitt til Portúgal og tekið þar út lífeyrissparnað og séreignarlífeyrissparnað, að miklu leyti skattfrjálst, á grundvelli tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Portúgals.

Umfang þessara skattfrjálsu úttekta var orðið svo mikið á árinu 2019 að í upphafi árs 2020 fól Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skrifstofu skattamála í fjármálaráðuneytinu að taka sérstaklega saman minnisblað um möguleika Íslands til þess að skattleggja þessar úttektir.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Samkvæmt ráðuneytinu var tekið til skoðunar hvort ástæða væri til að hafna ívílnun tvísköttunarsamnings á þeim grundvelli að greiðslurnar væru ekki skattlagðar, en niðurstaðan var sú að það myndi að öllum líkindum ekki standast.

Ekki var svo talin ástæða til að aðhafast í framhaldinu, sökum þess að portúgölsk stjórnvöld voru áform með um, og hafa síðan komið á, 10 prósenta skattlagningu lífeyrisgreiðslna. „Sú skattlagning er þó nýtilkomin en fyrir þann tíma var ekki lagður skattur á lífeyri hjá erlendum ríkisborgurum sem fluttu til landsins,“ segir í svari ráðuneytisins til Kjarnans.

Samkvæmt tvísköttunarsamningnum á milli Íslands og Portúgal, sem gerður var árið 2002, má einungis heimaríki móttakanda skattleggja lífeyri. Samkvæmt fjármála- og efnahagsráðuneytinu er það í samræmi við samningsfyrirmynd OECD og flesta tvísköttunarsamninga sem Ísland og önnur ríki hafa gert sín á milli, en heimaríki móttakanda er talið betur í stakk búið til að skattleggja greiðslur sem þessar sem ætlað er að standa undir framfærslu.

63 milljónir að mestu skattfrjálst úr séreign árið 2019

Samkvæmt minnisblaði skattaskrifstofunnar, sem Kjarninn fékk afhent frá ráðuneytinu fyrir skemmstu, fengu 24 einstaklingar með skráð lögheimili í Portúgal greitt úr íslenskum lífeyrissjóðum árið 2018, alls 40 milljónir króna úr sameign og 12 milljónir króna úr séreign. Árið 2019 hins vegar voru einstaklingarnir 41 talsins, og fengu þeir 86 milljónir króna greiddar úr sameign og 63 milljónir króna úr séreign.

Í samantekt frá Skattinum sem finna má í minnisblaðinu kemur fram að hlutfall séreignarúttekta og sömuleiðis meðalgreiðslan á mann hefði verið hæst til þeirra sem voru með heimilisfesti í Portúgal, samanborið við önnur lönd, en meðalgreiðslan til þeirra sem voru í Portúgal árið 2019 nam 3,6 milljónum króna og var hún næsthæst til þeirra sem voru í Þýskalandi, eða 1,3 milljónir króna.

Samkvæmt skattaskrifstofu ráðuneytisins lá ekki fyrir hve miklu var haldið eftir í staðgreiðslu í Portúgal, en líklega væri þó um „óverulega upphæð að ræða“.

Myndi brjóta gegn EES-samningum að neita ívilnun samningsins

Farið var yfir það í minnisblaðinu að tvísköttunarsamningurinn við Portúgal takmarkaði að fullu rétt Íslands til skattlagningar á lífeyri úr sameign eða séreign einkarekinna sjóða. Hið sama ætti við um eingreiðslur á séreign úr opinberum sjóðum sem og bótum almannatrygginga. Ísland væri hins vegar ekki takmarkað þegar kæmi að jöfnum greiðslum á sameign eða séreign úr opinberum sjóðum.

Í svari sem Kjarninn fékk frá ráðuneytinu kemur fram að það sé ekkert því til fyrirstöðu fyrir íslenska ríkisborgara að taka út séreignarsparnað sinn í Portúgal, enda sé Ísland hluti af hinu sameiginlega efnahagssvæði í gegnum EES-samninginn. Að koma í veg fyrir úttektirnar væri brot á samningnum.

Í minnisblaðinu til ráðherra kom skattaskrifstofa ráðuneytisins því þó á framfæri að það væri „rík ástæða“ til „að fara í heildstæða skoðun á skattframkvæmd og tekjuöflun af lífeyrisgreiðslum og bótum sem greiddar eru til erlendra manna.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár