Þáverandi forsvarsmenn stjórnarflokkanna gáfu út yfirlýsingu 19. apríl 2022. Yfirlýsingin var viðbragð við mikilli ólgu í samfélaginu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið nokkrum vikum áður. Þá var 22,5 prósent hlutur í bankanum seldur í lokuðu útboði til valinna fjárfesta. Í yfirlýsingunni var meðal annars greint frá því að Bankasýsla ríkisins, stofnunin sem sá um framkvæmd sölunnar og hannaði söluferlið, yrði lögð niður. Rúm tvö ár eru síðan að yfirlýsingin var birt og Bankasýslan er enn starfandi. Í frumvarpi sem er nú til meðferðar á Alþingi, og snýr að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, er sérstaklega tekið fram að stofnunin fái ekki að koma að næstu skrefum í söluferlinu.
Samkvæmt heimasíðu Bankasýslunnar er Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, eini starfsmaður stofnunarinnar. Hún hefur víðtækari hlutverk en einungis það að selja hluti í bönkum ríkisins. Bankasýslan fer líka með eignarhluti ríkisins og beitir sér …
Athugasemdir (4)