„Brotin eru mörg og varða marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá teljast brotin alvarleg“ og „varða mörg brot viðskiptamenn og vörur sem teljast til hárrar áhættu með tilliti til peningaþvættis s.s. reiðufjárviðskipti.“
Svona lýsir Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands niðurstöðu rannsóknar sinnar á því hvernig annar stærsti banki landsins umgekkst lög sem koma eiga í veg fyrir að peningum sem aflað hefur verið með ólöglegum hætti, eða í ólöglegum tilgangi; með skattsvikum eða lögbrotum, jafnvel til fjármögnunar hryðjuverka.
Skýrsla eftirlitsins er áfellisdómur yfir Íslandsbanka, ekki síst vegna þess að áður hafði bankinn sætt viðvörunum og verið skipað að taka fastar á skyldum sínum í þessum efnum og lofað bót og betran. Það virðist bankinn ekki hafa gert, þvert á móti.
Sénsarnir á þrotum
Skýrslan, eða gegnsæistilkynningin eins og Seðlabankinn kallar það, og niðurstaða hennar dregur líka nokkuð ákveðna línu í sandinn um það hversu hart verður tekið á …
Athugasemdir (2)