Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
Óttast uppsprengt stóriðjuverð Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf, er verulega ósáttur við aðgengi að rafmagni til reksturs fiskimjölsverksmiðju félagsins á Vopnafirði. Fjárfesting í rafvæðingu nýtist ekki þar sem brenna þurfi olíu til að halda bræðslunni í drift.

„Eða kemur að því á næstunni að Brim og önnur fyrirtæki á Íslandi þurfi að kaupa rafmagn af stóriðjunni á uppsprengdu verði þar sem stóriðjan hefur gert langtíma raforkusamninga við Landsvirkjun en íslenskt atvinnulíf og almenningur ekki?“

Að þessu spyr Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningu til fjárfesta vegna uppgjörs fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Afkoma Brims var undir væntingum, enda dróst vörusala saman á milli ára og hagnaður á tímabilinu var rétt um þriðjungur þess sem hann var fyrir ári, tæpar 19 milljónir evra þá en 4,5 milljónir evra. 

Veiðar og verð á bolfiski voru upp og niður; minna veiddist af þorski í Barentshafinu, ufsinn gaf sig einnig treglega en á móti hækkaði afurðaverð á því sem veiddist og unnið var og fryst um borð í skipum Brims, en lækkaði að sama skapi þegar afli var unnin í landi.

Einna mest munaði þó um að í ár veiddi …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það eru LANDRAÐ ef ALRISARNIR fa leifi að selja umfram orku. Þeir fa raforku a TOMBOLUVERÐI 80% af orku Islands fer i Storyðju. Island farf að visa þessum Afætum ur landi og nyta orkuna til eigin þarfa. 1971 er Olafur Johanesson tok við með sitt Raðuneyti, voru mal ALO SWISS ljot ja ljot. Viðreysnarstjornin hafði feltt Gengi kronunar TREKK i TREKK Lan Landsvirkjunar vegna Burfellsvirkjunar höfðu snarhækkað. Orkusala til ISAL vog ekki upp i lanin sem voru i $$$, mismuninum var velt yfir a Heimilin i landinu.
    11 kronur kostsði 1 MIL i Burfelli. Landsvirkjun seldi i Straumsvik 1 MIL a 7 kronur.
    Mogganum þotti þetta sjalfsagt. Heimilin i landinu Greiddu mismunin. Rirnun var i hafi a Surali. ÞJOFNAÐUR. Hjörleifur Guttormsson eiddi miklum tima i að kljast við GLÆPAMENN. Til stoð að Rjufa raforku til ISAL.
    Alverið a Reyðarfirði Borgaði ekki Tekjuskatt fyr en 2023 SVIK
    Sama er með Alverið i Hvalfirði, Mutur og svik i Massa vis, og Mikill MENGUN
    Sagt er að þessi storyðja se GLOPAGULL. Þvi þarf að LOKA með öllum Hugsanlegum Raðum. Við þurfum ORKUNA SJALF.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þessi hugmynd að leyfa stóriðjunni að selja rafmagn áfram inn á netið er galin. Las fyrir margt löngu um, að mig minnir, Alcoa, sem náði svo góðum rafmagnskaupasamningi í Brasilíu, að þeir hættu við að reisa verksmiðjuna en seldu í staðinn rafmagnið inn á netið, og græddu vel.
    1
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Ónotaður “kvóti” í rafmagni og í öðrum auðlindum landsins ætti að vera miðlað afram af eigendum. Íslenskri þjóð. Einnig ætti að stöðva útþenslu erlendra fyrirtækja í orkuframleiðslu við nýtingu íslenkra auðlinda.
    1
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Maður spyr sig að því hvernig alþingis mönnum dettur í hug þessi foráttu heimskri hugmynd, í hvaða veröld eru þessir menn eða konur sem leggja slíkt fram? Er þetta sem koma skal rándýrt rafmagn til allra ?
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Alveg eins og að kvótinn erfist má þá ekki stóriðjan ráðskast með rafmagnið að vild ?
    1
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Vandann má skrifa á vanmiðlað raforkukerfi. Nær árlega stefnir í að miðlunarlón Landsvirkjunar tæmist og því þarf að skammta rafmagn til að tryggja afhendingu til almennings til vors. Miðlunarlón á Íslandi geta geymt 5 TWh eða sem samsvarar 25% af ársframleiðslu. Lón í Noregi geta geymt 17 sinnum meira, 87 TWh sem samsvarar 58% af ársframleiðslu og hafa vinninginn þó miðað sé við hina frægu höfðatölu.
    3
  • G
    gs3 skrifaði
    Ekki gott að þurfa að brenna olíu en ekki hægt að reikna með að alltaf bíði orka á útsölu þegar hentar. Hverjir eru það aftur sem geta selt fiskveiðiheimildir í dag? Auðvitað ætti að vera til fiskveiðikvóti sem almenningur og íslenskt atvinnulíf gætu gengið að fyrir lækkað verð þegar þeim hentar eins og Brim vill hafa varðandi raforkuna.
    6
  • Anna Á. skrifaði
    Spurningin er einfaldlega þessi: Má stóriðjan annarsvegar, skila vöru til raforkunetsins á sama verði og þeir borguðu fyrir hana, eða verður hinsvegar stóriðjan að raforkusala, sem er milliliður með álagningu á raforkuverðið.
    4
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Í dag er almenningur að niðurgreiða rekstur fiskimjölsverksmiðja - algjört rugl. Auðvitað eiga fiskimjölsverksmiðjurnar að borga raunverð/markaðsverð fyrir rafmagnið. Þannig er það allstaðar í samanburðarlöndum okkar. Löggjöf raforkumála hér er 20-30 árum á eftir samanburðarlöndum og við því algjörlega ósamkeppnisfær í raforkumálum. Kaup á umframorku af stóriðjunni er gott fyrsta skref í að koma okkur inn í nútímann í raforkumálum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
8
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu