Spurningaþraut um forseta og forsetakosningar — létta útgáfan

Spurningaþraut um forseta og forsetakosningar — létta útgáfan

Íslendingar kjósa sér forseta í dag. Hér eru nokkrar spurningar um fyrri forseta og forsetakosningar.

Á myndinni hér að ofan er kappi einn sem eitt sinn var í framboði til forseta Íslands. Hvað hét hann?

***

Almennar spurningar:

  1. Hver er yngsti maðurinn sem hingað til hefur náð kjöri sem forseti Íslands?
  2. Kristján Eldjárn var fyrsta sjónvarpsstjarnan sem náði kjöri til forseta. Um hvað hafði Kristján annast þætti í sjónvarpinu? Svarið þarf að vera nákvæmt.
  3. Sigrún Þorsteinsdóttir varð fyrst til að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Hvaða ár var það?
  4. Hver er eini forseti Íslands sem dó í embætti?
  5. Baldur Ágústsson varð eitt sinn númer tvö í forsetakosningum af þremur frambjóðendum. Hver varð þá í efsta sæti?
  6. Hver varð í öðru sæti þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti 1980?
  7. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta sinn með yfir 50 prósentum atkvæða. Hvaða ár var það?
  8. Hver er eini forseti Íslands sem var kjörinn af Alþingi en ekki þjóðinni?
  9. Hildur Þórðardóttir var í kjöri til forseta Íslands 2016. Hún setti þá ákveðið „met“ sem ekki hefur enn verið slegið. Hvað er það?
  10. Hver er eini guðfræðingurinn sem gegnt hefur embætti forseta?

***

Síðari myndaspurning:

Hver voru tengsl þessarar konu við forsetaembættið?

***

Svör við almennum spurningum:

  1. Guðni Th. Jóhannesson.
  2. Fornleifafræði.
  3. 1988.
  4. Sveinn Björnsson.
  5. Ólafur Ragnar Grímsson.
  6. Guðlaugur Þorvaldsson. Skírnarnafn hans dugar reyndar í þetta sinn.
  7. 1968, þegar Kristján Eldjárn fékk rúm 65 prósent.
  8. Sveinn Björnsson.
  9. Hún fékk minnsta prósentufylgi sem nokkur frambjóðandi hefur fengið, 0,2 prósent.
  10. Ásgeir Ásgeirsson.

***

Á fyrri myndinni er Albert Guðmundsson sem var í framboði til forseta 1980.

Á neðri myndinni er Georgia Björnsson, fyrsta forsetafrú Íslendinga. Ekki er nauðsynlegt að muna nafn hennar.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Allar 10 aðalspurningar réttar, en gataði á báðum myndum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár