Spurningaþraut um forseta og forsetakosningar — létta útgáfan

Spurningaþraut um forseta og forsetakosningar — létta útgáfan

Íslendingar kjósa sér forseta í dag. Hér eru nokkrar spurningar um fyrri forseta og forsetakosningar.

Á myndinni hér að ofan er kappi einn sem eitt sinn var í framboði til forseta Íslands. Hvað hét hann?

***

Almennar spurningar:

  1. Hver er yngsti maðurinn sem hingað til hefur náð kjöri sem forseti Íslands?
  2. Kristján Eldjárn var fyrsta sjónvarpsstjarnan sem náði kjöri til forseta. Um hvað hafði Kristján annast þætti í sjónvarpinu? Svarið þarf að vera nákvæmt.
  3. Sigrún Þorsteinsdóttir varð fyrst til að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Hvaða ár var það?
  4. Hver er eini forseti Íslands sem dó í embætti?
  5. Baldur Ágústsson varð eitt sinn númer tvö í forsetakosningum af þremur frambjóðendum. Hver varð þá í efsta sæti?
  6. Hver varð í öðru sæti þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti 1980?
  7. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta sinn með yfir 50 prósentum atkvæða. Hvaða ár var það?
  8. Hver er eini forseti Íslands sem var kjörinn af Alþingi en ekki þjóðinni?
  9. Hildur Þórðardóttir var í kjöri til forseta Íslands 2016. Hún setti þá ákveðið „met“ sem ekki hefur enn verið slegið. Hvað er það?
  10. Hver er eini guðfræðingurinn sem gegnt hefur embætti forseta?

***

Síðari myndaspurning:

Hver voru tengsl þessarar konu við forsetaembættið?

***

Svör við almennum spurningum:

  1. Guðni Th. Jóhannesson.
  2. Fornleifafræði.
  3. 1988.
  4. Sveinn Björnsson.
  5. Ólafur Ragnar Grímsson.
  6. Guðlaugur Þorvaldsson. Skírnarnafn hans dugar reyndar í þetta sinn.
  7. 1968, þegar Kristján Eldjárn fékk rúm 65 prósent.
  8. Sveinn Björnsson.
  9. Hún fékk minnsta prósentufylgi sem nokkur frambjóðandi hefur fengið, 0,2 prósent.
  10. Ásgeir Ásgeirsson.

***

Á fyrri myndinni er Albert Guðmundsson sem var í framboði til forseta 1980.

Á neðri myndinni er Georgia Björnsson, fyrsta forsetafrú Íslendinga. Ekki er nauðsynlegt að muna nafn hennar.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Allar 10 aðalspurningar réttar, en gataði á báðum myndum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár