Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut um forseta og forsetakosningar — létta útgáfan

Spurningaþraut um forseta og forsetakosningar — létta útgáfan

Íslendingar kjósa sér forseta í dag. Hér eru nokkrar spurningar um fyrri forseta og forsetakosningar.

Á myndinni hér að ofan er kappi einn sem eitt sinn var í framboði til forseta Íslands. Hvað hét hann?

***

Almennar spurningar:

  1. Hver er yngsti maðurinn sem hingað til hefur náð kjöri sem forseti Íslands?
  2. Kristján Eldjárn var fyrsta sjónvarpsstjarnan sem náði kjöri til forseta. Um hvað hafði Kristján annast þætti í sjónvarpinu? Svarið þarf að vera nákvæmt.
  3. Sigrún Þorsteinsdóttir varð fyrst til að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Hvaða ár var það?
  4. Hver er eini forseti Íslands sem dó í embætti?
  5. Baldur Ágústsson varð eitt sinn númer tvö í forsetakosningum af þremur frambjóðendum. Hver varð þá í efsta sæti?
  6. Hver varð í öðru sæti þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti 1980?
  7. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta sinn með yfir 50 prósentum atkvæða. Hvaða ár var það?
  8. Hver er eini forseti Íslands sem var kjörinn af Alþingi en ekki þjóðinni?
  9. Hildur Þórðardóttir var í kjöri til forseta Íslands 2016. Hún setti þá ákveðið „met“ sem ekki hefur enn verið slegið. Hvað er það?
  10. Hver er eini guðfræðingurinn sem gegnt hefur embætti forseta?

***

Síðari myndaspurning:

Hver voru tengsl þessarar konu við forsetaembættið?

***

Svör við almennum spurningum:

  1. Guðni Th. Jóhannesson.
  2. Fornleifafræði.
  3. 1988.
  4. Sveinn Björnsson.
  5. Ólafur Ragnar Grímsson.
  6. Guðlaugur Þorvaldsson. Skírnarnafn hans dugar reyndar í þetta sinn.
  7. 1968, þegar Kristján Eldjárn fékk rúm 65 prósent.
  8. Sveinn Björnsson.
  9. Hún fékk minnsta prósentufylgi sem nokkur frambjóðandi hefur fengið, 0,2 prósent.
  10. Ásgeir Ásgeirsson.

***

Á fyrri myndinni er Albert Guðmundsson sem var í framboði til forseta 1980.

Á neðri myndinni er Georgia Björnsson, fyrsta forsetafrú Íslendinga. Ekki er nauðsynlegt að muna nafn hennar.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Allar 10 aðalspurningar réttar, en gataði á báðum myndum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár