Endurkoma aldamótanna holdgerðist nýverið á troðfullum tónleikum tveggja af stærstu hljómsveitum aldamótakynslóðarinnar, rokksveitinni Mínus og rapphópnum XXX Rottweilerhundar. Mínus fyllti þannig Gamla bíó tvö kvöld í röð og Rottweilerhundar blésu þakið af Laugardalshöll og það á sömu helgi. Aldamótatónleikar í lok apríl í Háskólabíó urðu líka uppseldir, þar sem fram komu góðkunnir tónlistarmenn eins og Jónsi, Hreimur, Magni, Einar Ágúst og margir fleiri.
Nú er undirritaður of ungur til að hafa haft aldur til að mæta á tónleika þessa fólks þegar þeirra frægðarsól skein hvað skærast, en þó svo gamall að hafa alist upp við þessar kempur íslensks tónlistarlífs sem ómuðu úr hverju útvarpi, vasadiskói og hátölurum verslana öll uppvaxtarárin og birtust reglulega á sjónvarpsskjánum. Meira að segja svo gamall orðinn að muna eftir heilum verslunum sem gengu bókstaflega út á að selja geisladiska þessara aldamótastjarna í gríð og erg, sem yngri lesendum gæti þótt hjákátleg tilhugsun í dag.
Sá …
Athugasemdir