Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Máttur nostalgíunnar sem dregur miðaldra fólk á stórtónleika

Fjöl­mennt var ný­ver­ið á alda­móta­tón­leika Sel­foss popps­ins, hús­fyll­ir var á stór­tón­leika Mín­us og Laug­ards­höll var sprengd af XXX Rottweiler hund­um sem tróðu þar upp ný­lega. Tónlist alda­móta­kyn­slóð­ar­inn­ar virð­ist hafa upp­lif­að end­ur­nýj­un lífdaga, en þar sam­ein­ast í áhorf­enda­skar­an­um nostal­g­íu­drif­ið mið­aldra fólk við hlið yngri kyn­slóða sem þekkja tón­list­ina bara í gegn­um streym­isveit­ur.

Máttur nostalgíunnar sem dregur miðaldra fólk á stórtónleika
Rottweilerhundar sameinaðir á ný Rappsveitin var eitt stærsta tónlistarafkvæmi aldamótakynslóðarinnar og fögnuðu 25 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Laugardalshöll. Mynd: Þorgeir Ólafsson

Endurkoma aldamótanna holdgerðist nýverið á troðfullum tónleikum tveggja af stærstu hljómsveitum aldamótakynslóðarinnar, rokksveitinni Mínus og rapphópnum XXX Rottweilerhundar. Mínus fyllti þannig Gamla bíó tvö kvöld í röð og Rottweilerhundar blésu þakið af Laugardalshöll og það á sömu helgi. Aldamótatónleikar í lok apríl í Háskólabíó urðu líka uppseldir, þar sem fram komu góðkunnir tónlistarmenn eins og Jónsi, Hreimur, Magni, Einar Ágúst og margir fleiri. 

Nú er undirritaður of ungur til að hafa haft aldur til að mæta á tónleika þessa fólks þegar þeirra frægðarsól skein hvað skærast, en þó svo gamall að hafa alist upp við þessar kempur íslensks tónlistarlífs sem ómuðu úr hverju útvarpi, vasadiskói og hátölurum verslana öll uppvaxtarárin og birtust reglulega á sjónvarpsskjánum. Meira að segja svo gamall orðinn að muna eftir heilum verslunum sem gengu bókstaflega út á að selja geisladiska þessara aldamótastjarna í gríð og erg, sem yngri lesendum gæti þótt hjákátleg tilhugsun í dag.

Sá …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár