Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

Úlf­ar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um, seg­ir ástæðu til að hafa áhyggj­ur af inn­við­um ná­lægt Grinda­vík – bæn­um sjálf­um og einkum orku­ver­inu í Svartsengi. Ekk­ert er hægt að gera ann­að en að halda fólki frá og fylgj­ast með at­burð­in­um.

Úlfar: „Við getum haft áhyggjur af innviðum“

„Það er gos í gangi og við getum haft áhyggjur af innviðum,“ þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, spurður út í stöðuna á gosinu sem hófst fyrr í dag. Inntur eftir því hvaða innviði hann eigi við sérstaklega nefnir Úlfar orkuverið inni í Svartsengi.

Hvernig metið þið líkurnar á því að virknin færist inn í Svartsengi?

„Krafturinn í þessu gosi er meiri en í undanförnum gosum á Sundhnúkagígaröðinni. Það er meira hraun að koma upp úr jörðinni og það rennur hratt yfir og nálgast okkar helstu innviði. Hraunið hefur runnið yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn og hraun skríður fram með ákveðnum hraða. Þannig að við auðvitað höfum áhyggjur af innviðum á svæðinu,“ segir Úlfar.

Hann vildi þó ekki tjá sig um hve langt gæti verið í það að hraunflæðið næði innviðum. 

Ekkert hægt að gera til að stöðva flæðið

Nú fyrir skemmstu var greint frá því að hraunið rynni að stofnlögnum fyrir bæði heitt vatn og rafmagn við Grindavík. Úlfar segist ekki vita stöðuna á því einmitt núna en viðurkenndi að auðvitað væri ekki gott ef slíkar leiðslur færu í sundur.

Spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af því að hraunið rynni til Grindavíkur sagði hann: „Við getum haft áhyggjur af því.“

Er eitthvað sem þið getið gert til að stöðva þetta?

„Ekki í augnablikinu, nei,“ segir Úlfar. Nú væru viðbragðsaðilar að sjá um að halda fólki frá og fylgjast með atburðunum. Búið væri að rýma svæðið.

Á svipuðum slóðum og fyrra gos

Nú þegar hefur eldgosið, sem hófst um hádegisbil í dag, runnið yfir Grindavíkurveg. Gossprungan er samkvæmt vef Veðurstofu Íslands 3,4 kílómetrar á lengd og er útstreymishraði hrauns áætlaður 1500-2000 rúmmetrar á sekúndu. 

Hraun er komið að varnargörðum vestan við Grindavík, en gossprunan er á svipuðum slóðum og sú sem opnaðist í mars. Neyðarstigi var lýst yfir fyrr í dag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
4
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár