Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Foreldrahús leggur brátt niður starfsemi vegna fjárskorts

For­eldra­hús mun brátt leggja nið­ur starf­semi sína vegna fjár­skorts. Um er að ræða eina úr­ræð­ið sem for­eldr­um barna og ung­menna í vímu­efna­vanda stend­ur til boða. Efnt hef­ur ver­ið til und­ir­skrifta­söfn­un­ar til þess að skora á stjórn­völd til að koma í veg fyr­ir að fé­lag­ið verði lagt nið­ur.

Foreldrahús leggur brátt niður starfsemi vegna fjárskorts
Börn Foreldrahús mun leggja niður starfsemi sína í lok sumars eftir um 25 ára rekstur fái félagið ekki aukið fjármagn. Mynd: Golli

Foreldrahús neyðist til þess að leggja niður starfsemi sína í lok sumars vegna fjárskorts. Í færslu sem félagið birti á dögunum á Facebook-síðu sinni er greint frá því að til standi að loka Foreldrahúsi sem „er eina úrræðið hér á landi sem grípur börn og ungmenni með fjölþættan vanda og styður fjölskyldur þeirra“.

Félagið hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi fjármögnun félagsins.  

Foreldrahús er úrræði sem rekið er af samtökunum Vímulaus æska – foreldrasamtök sem stofnuð voru árið 1986. Árið 1999 var komið á fót ráðgjafarmiðstöð sem hýsir starfsemi samtakanna og var nefnt Foreldrahús. Miðstöðin var fyrst til húsa að Vonarstræti en starfsemin flutti síðar í nýtt húsnæði í Borgartúni 6.   

Í um 25 ár hafa foreldrar barna og ungmenna sem glíma við vímuefnavanda getað sótt sér meðferð, fræðslu og þjónustu í Foreldrahúsi.

Á vefsíðu félagsins kemur fram að Foreldrahús sinnir einnig „ráðgjöf vegna fjölbreyttari vanda bæði barna unglinga og fjölskyldunnar í heild sinni. Má þar nefna einelti, félagslega erfiðleika, vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda og einnig uppeldisráðgjöf og námskeið fyrir foreldra, sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverkinu“. ​ 

Þá geta unglingar í fikti, neyslu eða með vímuefnavanda sótt sér sértaka stuðningsmeðferð í Foreldrahúsi. Félagið hefur sömuleiðis staðið að fyrirlestrum víðs vegar um landið. 

Í frétt sem birtist á RÚV síðastliðinn apríl var greint frá því að rekstrarstaða félagsins hafi á undanförnum árum versnað eftir að félagsmálaráðuneytið hætti styrkveitingum til félagsins. 

Í fréttinni var haft eftir Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, að hún sagðist ekki vita hvert foreldrar og börn sem hafa hingað til leitað til Foreldrahúss gætu farið annað ef miðstöðin yrði lögð niður. 

Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi horft upp á foreldra missa mörg börn 

Í þjóðmálaþætti Heimildarinn, Pressu, í febrúar voru úrræði fyrir einstaklinga með fíknivanda og aðstandendur þeirra tekin til umræðu. Meðal viðmælendanna var Rúna Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi. 

Í þættinum lýsti Rúna úrræðaleysinu sem blasir við ungmennum, undir 18 ára aldri, sem glíma við fíknivanda. Telur hún úrræðaleysið stafa af þekkingarleysi og fordómum gagnvart sjúkdómnum.   

„Ég hef horft upp á og verið með foreldra í foreldrahópum sem hafa misst börnin sín. Fleiri en eitt, og fleiri en tvö og fleiri en þrjú. Það vantar þennan djúpa skilning á að það er enginn sem velur að fara þangað. Það er enginn sem velur að eiga börn sem eru veik af þessu.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Nei okkar gæska fer núna til Úkraínu, 4 milljarðar í vopnakaup af því við erum svo friðelskandi þjóð.(Enda er Púddi að gera í buxurnar af hræðslu)
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Stefna íslenskra stjórnvalda: spara eyrinn en kasta krónunni.
    2
  • David Olafson skrifaði
    25 ára tjónusta strikud út en einbylis hús seljast á hundrud miljóna Hvad kaus fólk eiginlega ísland á barmi gjaltrots hjá mørgum Hvert stefnir tetta bull Enn eina ferdina Gud blessi ísland Og svo er stungid af til tortóla Er ekki hægt ad láta Danan taka vid klakanum Tar er ekkert vesen
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár