Foreldrahús leggur brátt niður starfsemi vegna fjárskorts

For­eldra­hús mun brátt leggja nið­ur starf­semi sína vegna fjár­skorts. Um er að ræða eina úr­ræð­ið sem for­eldr­um barna og ung­menna í vímu­efna­vanda stend­ur til boða. Efnt hef­ur ver­ið til und­ir­skrifta­söfn­un­ar til þess að skora á stjórn­völd til að koma í veg fyr­ir að fé­lag­ið verði lagt nið­ur.

Foreldrahús leggur brátt niður starfsemi vegna fjárskorts
Börn Foreldrahús mun leggja niður starfsemi sína í lok sumars eftir um 25 ára rekstur fái félagið ekki aukið fjármagn. Mynd: Golli

Foreldrahús neyðist til þess að leggja niður starfsemi sína í lok sumars vegna fjárskorts. Í færslu sem félagið birti á dögunum á Facebook-síðu sinni er greint frá því að til standi að loka Foreldrahúsi sem „er eina úrræðið hér á landi sem grípur börn og ungmenni með fjölþættan vanda og styður fjölskyldur þeirra“.

Félagið hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi fjármögnun félagsins.  

Foreldrahús er úrræði sem rekið er af samtökunum Vímulaus æska – foreldrasamtök sem stofnuð voru árið 1986. Árið 1999 var komið á fót ráðgjafarmiðstöð sem hýsir starfsemi samtakanna og var nefnt Foreldrahús. Miðstöðin var fyrst til húsa að Vonarstræti en starfsemin flutti síðar í nýtt húsnæði í Borgartúni 6.   

Í um 25 ár hafa foreldrar barna og ungmenna sem glíma við vímuefnavanda getað sótt sér meðferð, fræðslu og þjónustu í Foreldrahúsi.

Á vefsíðu félagsins kemur fram að Foreldrahús sinnir einnig „ráðgjöf vegna fjölbreyttari vanda bæði barna unglinga og fjölskyldunnar í heild sinni. Má þar nefna einelti, félagslega erfiðleika, vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda og einnig uppeldisráðgjöf og námskeið fyrir foreldra, sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverkinu“. ​ 

Þá geta unglingar í fikti, neyslu eða með vímuefnavanda sótt sér sértaka stuðningsmeðferð í Foreldrahúsi. Félagið hefur sömuleiðis staðið að fyrirlestrum víðs vegar um landið. 

Í frétt sem birtist á RÚV síðastliðinn apríl var greint frá því að rekstrarstaða félagsins hafi á undanförnum árum versnað eftir að félagsmálaráðuneytið hætti styrkveitingum til félagsins. 

Í fréttinni var haft eftir Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, að hún sagðist ekki vita hvert foreldrar og börn sem hafa hingað til leitað til Foreldrahúss gætu farið annað ef miðstöðin yrði lögð niður. 

Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi horft upp á foreldra missa mörg börn 

Í þjóðmálaþætti Heimildarinn, Pressu, í febrúar voru úrræði fyrir einstaklinga með fíknivanda og aðstandendur þeirra tekin til umræðu. Meðal viðmælendanna var Rúna Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi. 

Í þættinum lýsti Rúna úrræðaleysinu sem blasir við ungmennum, undir 18 ára aldri, sem glíma við fíknivanda. Telur hún úrræðaleysið stafa af þekkingarleysi og fordómum gagnvart sjúkdómnum.   

„Ég hef horft upp á og verið með foreldra í foreldrahópum sem hafa misst börnin sín. Fleiri en eitt, og fleiri en tvö og fleiri en þrjú. Það vantar þennan djúpa skilning á að það er enginn sem velur að fara þangað. Það er enginn sem velur að eiga börn sem eru veik af þessu.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • JE
  Jóhann Einarsson skrifaði
  Nei okkar gæska fer núna til Úkraínu, 4 milljarðar í vopnakaup af því við erum svo friðelskandi þjóð.(Enda er Púddi að gera í buxurnar af hræðslu)
  0
 • TM
  Tómas Maríuson skrifaði
  Stefna íslenskra stjórnvalda: spara eyrinn en kasta krónunni.
  2
 • David Olafson skrifaði
  25 ára tjónusta strikud út en einbylis hús seljast á hundrud miljóna Hvad kaus fólk eiginlega ísland á barmi gjaltrots hjá mørgum Hvert stefnir tetta bull Enn eina ferdina Gud blessi ísland Og svo er stungid af til tortóla Er ekki hægt ad láta Danan taka vid klakanum Tar er ekkert vesen
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
10
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár