Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi ætlaði að leggja fyrir sig læknisfræðina eins og flestir í fjölskyldu hennar hafa gert. Sterk réttlætiskennd og sígildu sjónvarpsþættirnir um lögfræðinginn Matlock urðu þó til þess að Helga lagði lögfræðina fyrir sig.
Helga segir að það að hafa alist upp og umgengist fólk sem starfar flest í heilbrigðisgeiranum hafi haft mikil áhrif á lífsskoðun hennar, sem í grunninn er að hlúa að samfélaginu og skila góðu dagsverki. Helga segir þessi gildi og viðhorf muni lita störf hennar í embætti forseta Íslands, nái hún kjöri.
Ætlaði upphaflega í læknisfræðina
Flestir í nánasta umhverfi Helgu Þórisdóttur hafa með einum eða öðrum hætti starfað í heilbrigðisgeiranum. Hún segir að það hafi litað skoðanir hennar og gildi allar götur síðan. „Það var mikið talað um heilbrigði og heilbrigt umhverfi,“ segir Helga.
Faðir Helgu, Þórir Helgason, var sérfræðingur í lyflækningum. Helga segir föður sinn hafa verið brautryðjandi á sínu sviði en hann …
Athugasemdir (1)