Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Forsetakappræður Heimildarinnar í Tjarnarbíói

Þeir fram­bjóð­end­ur sem mæl­ast með mest fylgi sam­kvæmt kosn­inga­spá Heim­ili­dar­inn­ar mæt­ast í kapp­ræð­um í sal og beinni út­send­ingu á þriðju­dag.

Forsetakappræður Heimildarinnar í Tjarnarbíói

Heimildin stendur fyrir kappræðum milli þeirra forsetaframbjóðenda sem mælast með yfir tveggja prósenta fylgi samkvæmt kosningaspá miðilsins í Tjarnarbíói næstkomandi þriðjudag. Viðburðinum verður streymt á miðlum Heimildarinnar, selt verður inn á hann á hóflegu verði á meðan að húsrúm leyfir en áskrifendum miðilsins er boðið gjaldfrjálst að vera gestir í sal. 

Miðað við stöðu mála nú munu þar etja kappi þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt nýjustu kosningaspá mælist fylgi þeirra á bilinu 5,7 til 24,2 prósent en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með um fjögurra prósent fylgi.
Kappræðunum verður stýrt af Helga Seljan, Margréti Marteinsdóttur og Aðalsteini Kjartanssyni. Húsið verður opnað klukkan 18 og skömmu síðar hefjast lifandi umræður á sviði með sérfræðingum þar sem fjallað verður um ýmsa anga forsetakosninganna.

Kappræðurnar sjálfar hefjast svo klukkan 20. Gert er ráð fyrir að þær standi til 21.30. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Kjósum heiðarlegan sómamann sem stendur með þjóð sinni. Arnar Þór Jónsson á erindi á Bessastaði.
    0
  • Unnar Unnarsson skrifaði
    Kjósum Baldur 🇮🇸💪
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár