Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forsetakappræður Heimildarinnar í Tjarnarbíói

Þeir fram­bjóð­end­ur sem mæl­ast með mest fylgi sam­kvæmt kosn­inga­spá Heim­ili­dar­inn­ar mæt­ast í kapp­ræð­um í sal og beinni út­send­ingu á þriðju­dag.

Forsetakappræður Heimildarinnar í Tjarnarbíói

Heimildin stendur fyrir kappræðum milli þeirra forsetaframbjóðenda sem mælast með yfir tveggja prósenta fylgi samkvæmt kosningaspá miðilsins í Tjarnarbíói næstkomandi þriðjudag. Viðburðinum verður streymt á miðlum Heimildarinnar, selt verður inn á hann á hóflegu verði á meðan að húsrúm leyfir en áskrifendum miðilsins er boðið gjaldfrjálst að vera gestir í sal. 

Miðað við stöðu mála nú munu þar etja kappi þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt nýjustu kosningaspá mælist fylgi þeirra á bilinu 5,7 til 24,2 prósent en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með um fjögurra prósent fylgi.
Kappræðunum verður stýrt af Helga Seljan, Margréti Marteinsdóttur og Aðalsteini Kjartanssyni. Húsið verður opnað klukkan 18 og skömmu síðar hefjast lifandi umræður á sviði með sérfræðingum þar sem fjallað verður um ýmsa anga forsetakosninganna.

Kappræðurnar sjálfar hefjast svo klukkan 20. Gert er ráð fyrir að þær standi til 21.30. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Kjósum heiðarlegan sómamann sem stendur með þjóð sinni. Arnar Þór Jónsson á erindi á Bessastaði.
    0
  • Unnar Unnarsson skrifaði
    Kjósum Baldur 🇮🇸💪
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár